Manchester City 2-1 Liverpool
1-0 Sergio Aguero(40′)
1-1 Roberto Firmino(64′)
2-1 Leroy Sane(72′)
Manchester City vann gríðarlega mikilvægan sigur í ensku úrvalsdeildinni í kvöld er liðið mætti toppliði Liverpool.
Það var mikið undir á Etihad en Liverpool gat komist tíu stigum á undan City á meðan heimamenn gátu minnkað forystuna niður í fjögur stig.
Liverpool byrjaði leikinn af krafti og fékk tvö hættuleg færi í byrjun. Í eitt skiptið hreinsaði John Stones boltann burt af línunni.
Það var hins vegar City sem tók forystuna er Sergio Aguero skoraði framhjá Alisson í marki Liverpool af stuttu færi.
Staðan var 1-0 í hálfleik en Liverpool tókst svo að jafna er Roberto Firmino kom knettinum í netið eftir sendingu Andy Robertson.
Það var ekki jafnt lengi en ekki löngu síðar skoraði Leroy Sane svo aftur fyrir City eftir laglega sókn.
Fjörið hélt áfram þar til að dómarinn Anthony Taylor flautaði til leiksloka en mörkin urðu þó ekki fleiri.
Það munar nú aðeins fjórum stigum á þessum liðum og var þetta fyrsta tap Liverpool í deildinni á tímabilinu.