Nú er í gangi leikur Manchester City og Liverpool en leikið er í ensku úrvalsdeildinni.
Staðan er markalaus eftir um hálftíma en Liverpool fékk hættulegasta færi leiksins hingað til.
Sadio Mane átti þá skot í stöng áður en John Stones náði til boltanns og þrumaði í markvörðinn Ederson.
Boltinn var á leið inn í markið en Stones náði á ótrúlegan hátt að hreinsa áður en mark var dæmt.
Boltinn var ótrúlega nálægt því að fara yfir línuna en eins og má sjá hér fyrir neðan munaði örlitlu.
Liverpool var svona nálægt því að komast yfir. Samkvæmt Sky Sports munaði aðeins 11 millimetrum á að boltinn færi alveg yfir línuna.