Troy Deeney, fyrirliði Watford, gæti átt von á refsingu frá enska knattspyrnusambandi eftir ummæli sem hann lét falla í gær.
Deeney átti mjög góðan leik í 3-3 jafntefli við Bournemouth en hann skoraði tvö mörk og lagði upp eitt.
Framherjinn var þó mjög óánægður með dómara leiksins í gær og kvartaði mikið eftir leik.
Deeney gagnrýndi frammistöðu dómara leiksins strax eftir lokaflautið en hann mætti í viðtal ásamt Ryan Fraser, leikmanni Bournemouth.
Fraser þurfti í raun bara að standa þarna og hlusta á Deeney en hann var mjög hissa á því sem framherjinn hafði að segja.
Fraser tók ekki þátt í því að gagnrýna dómarann og leyfði Deeney að sjá um að koma sjálfum sér í vesen.
Myndband af þessu má sjá hér.
Ryan Fraser’s face during this interview ?#MOTD pic.twitter.com/KQKSOtdrHb
— Match of the Day (@BBCMOTD) 2 January 2019