Landsliðsmaðurinn Rúrik Gíslason vakti mikla athygli á heimsmeistaramótinu á Rússlandi í sumar eins og margir muna eftir.
Eftir að hafa komið inná sem varamaður í fyrsta leik gegn Argentínu í fyrsta leik þá var mikið talað um þennan hæfileikaríka knattspyrnumann.
Rúrik er ekki bara góður í fótbolta en hann þykir vera gríðarlega myndarlegur sem var heitasta umræðuefnið í sumar.
Rúrik eignaðist fjölda fylgjenda á Instagram eftir mótið í sumar en yfir milljón manns fylgja honum nú á samskiptamiðlinum.
Útvarpsmaðurinn og líkamsræktarþjálfarinn Egill Einarsson er mikill aðdáandi Rúriks og fer ekki leynt með það.
Egill eða Gillz eins og hann er oft kallaður var staddur í Miami á dögunum og fékk ansi athyglisverða spurningu.
,,Ert þú frá Íslandi? Þekkir þú Rúrik? Ég elti hann á Instagram, hann er mjög heitur!“ sagði afgreiðsludama við Egil á hóteli í Miami.
Egill bætir við að Íslendingar þurfi nú að venja sig á að svara þessari spurningu enda Rúrik orðinn heimsfrægur.
“You from Iceland? Do you know Rúrik, I follow him on instagram, really hot!”
Afgreiðsludama i check in á hóteli í Miami. Eðlilegt.
Standard spurning sem allir Íslendingar þurfa að svara framvegis þegar þeir checka sig inn á hótel erlendis.
— Egill Einarsson (@EgillGillz) 3 January 2019