Það bíða margir spenntir eftir leik kvöldsins í ensku úrvalsdeildinni en leikið er á Etihad vellinum í Manchester.
Englandsmeistarar Manchester City fá þá Liverpool í heimsókn í síðasta leik 21. umferðar.
Liverpool getur komist tíu stigum á undan City með sigri en ef heimamenn sigra eru aðeins fjögur stig sem skilja liðin að.
Það er ekki mikið óvænt þegar byrjunarliðin eru skoðuð en bæði lið tefla fram sterkum leikmönnum.
Hér má sjá byrjunarliðin.
Manchester City: Ederson, Danilo, Stones, Kompany, Laporte, Fernandinho, Silva, Sane, Bernardo, Sterling, Aguero
Liverpool: Alisson, Alexander-Arnold, Lovren, Van Dijk, Robertson, Henderson, Milner, Wijnaldum, Salah, Firmino, Mane