fbpx
Fimmtudagur 31.júlí 2025
Fréttir

Mætti með lifandi geitur að Ikea

Gunnar geitabóndi vill láta reisa Ikea geitina aftur

Ritstjórn DV
Laugardaginn 19. nóvember 2016 20:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gunnar Júlíus Helgason geitabóndi á Vatnsleysuströnd stóð fyrir stuðningssamkomu með Ikea geitinni fyrir framan Ikea í dag. Eins eins og þekkt er var kveikt í Ikea geitinni í síðustu viku.

„Mig langaði að sýna Ikea geitinni samstöðu og vekja athygli á að geitur eru í útrýmingarhættu en það eru innan við 1000 geitur á landinu,“ segir Gunnar.

Stuðningsamkoman fór fram þar sem Ikea geitin stóð áður og vakti hún mikla athygli vegfarenda. Er þangað var Gunnar mættur ásamt stúlkunum Júlíu og Glóð, geitunum Eir og Freyju og hænunni Geit.

vilja sýna samstöðu með Ikea geitinni
Júlía, Glóð og hænan Geit vilja sýna samstöðu með Ikea geitinni

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Eina ástæðu þess að geitur eru í útrýmingarhættu telur Gunnar vera að geiturnar hafi alltaf verið tákn fátæktar. „Geitin var mjólkurkú fátæka mannsins, fólk skammaðist sín fyrir að eiga geitur,“ segir Gunnar en bætir við að tvisvar hafi fjöldi geita farið undir 100 á Íslandi en fyrir 10 árum voru þær um 500 svo það er að bætast í stofninn.

Gunnar segir að með þessari stuðningssamkomu vilji hann hvetja Ikea til að reisa geitina aftur en láta ekki undan eyðileggingamættinum. Hann hefur þó ekkert heyrt frá forsvarsmönnum Ikea varðandi uppákomuna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Skora á KKÍ að neita að spila við Ísrael á Eurobasket

Skora á KKÍ að neita að spila við Ísrael á Eurobasket
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

„Þetta er samfélag sem byggir mann upp“

„Þetta er samfélag sem byggir mann upp“
Fréttir
Í gær

Jón Trausti svarar Bjarnheiði fullum hálsi – „Ferðaþjónusta er ekki einkamál þeirra sem starfrækja hana“

Jón Trausti svarar Bjarnheiði fullum hálsi – „Ferðaþjónusta er ekki einkamál þeirra sem starfrækja hana“
Fréttir
Í gær

Kemur útlendingum til varnar og undrast eitt í umgengni íslenskra ferðamanna – „Missi daglega andlitið“

Kemur útlendingum til varnar og undrast eitt í umgengni íslenskra ferðamanna – „Missi daglega andlitið“