Það fer fram stórleikur í ensku úrvalsdeildinni á morgun er Manchester City fær lið Liverpool í heimsókn.
Liverpool er fyrir leikinn með sex stiga forskot á toppnum en City getur minnkað það forskot í fjögur stig með sigri.
Það eru margir frábærir leikmenn á mála hjá þessum félögum og er athyglisvert að skoða sameiginlegt draumalið skipað þeim.
BBC birti draumalið skipað leikmönnum beggja lið og komast sex leikmenn Liverpool inn og fimm frá City.
Öll miðjan er skipuð leikmönnum City en þar fá þeir Kevin de Bruyne, Fernandinho og David Silva pláss.
Hér má sjá liðið sem BBC birti.