Craig Bellamy, fyrrum leikmaður Manchester City og Liverpool, starfar þessa dagana fyrir lið Cardiff City.
Bellamy er í þjálfarateymi Cardiff og vinnur með akademíu félagsins. Hann er einnig reglulegur gestur á Sky Sports og starfar þar sem sérfræðingur.
Neil Warnock, stjóri Cardiff, hefur nú staðfest það að félagið sé að rannsaka hegðun Bellamy.
Foreldrar stráks sem var í akademíu Cardiff hafa ásakað Bellamy um að leggja son sinn í einelti er hann var hjá félaginu.
Strákurinn hefur nú yfirgefið félagið og þarf Bellamy að svara fyrir þessar ásakanir.
Warnock staðfesti það að stjórn félagsins væri að fara yfir málið og skoðar hvort þurfi að refsa Bellamy eða ekki.