Það ríkir reiði á meðal stuðningsmanna liða á Englandi í dag og þá sérstaklega þeirra sem styðja lið í efstu deild.
Lið Swansea var fyrst gagnrýnt sérstaklega fyrir að rukka fjölskyldur háa upphæð svo börn sín gætu fylgt leikmönnum á völlinn.
Venjan er að svokölluð ‘lukkudýr’ leiði leikmenn út á völlinn en foreldrar þurfa a greiða Swansea 478 pund svo það geti orðið að veruleika.
Það gera 70 þúsund íslenskar krónur en Swansea leikur í næst efstu deild, Championship-deildinni.
Önnur lið fá einnig gagnrýni og má nefna Íslendingaliðin Burnley og Cardiff. Burnley rukkar 300 pund og Cardiff 255 pund. Þau leika bæði í úrvalsdeildinni.
Sum lið rukka ekki neitt svo börn geti leitt hetjur sínar inn á völlinn sem þykir vera til fyrirmyndar.
Tottenham rukkar mest allra liða eða 600 pund á barn sem þykir skammarlega há upphæð.