Chelsea hefur fest kaup á miðjumanninum Christian Pulisic en hann kemur til félagsins frá Dortmund.
Þetta var staðfest í dag en Chelsea borgar 58 milljónir punda fyrir þennan 20 ára gamla leikmann.
Pulisic er talinn mikið efni en hann á að baki 23 landsleiki fyrir Bandaríkin og fær reglulega að spila fyrir Dortmund.
Fjölmörg lið höfðu sýnt honum áhuga en Chelsea hafði loks betur og tryggir sér hans þjónustu.
Hann mun hins vegar ekki spila á Englandi fyrr en á næstu leiktíð og verður lánaður aftur til Dortmund.
Pulisic mun spila með Dortmund út þetta tímabil en hann hefur komið við sögu í 17 leikjum til þessa.