Gleðin er hægt og rólega að koma aftur á Old Trafford eftir spilamennsku Manchester United undanfarið.
United hefur verið í stuði undanfarið eftir að Ole Gunnar Solskjær tók við liðinu af Jose Mourinho.
United vann Cardiff 5-1 í fyrsta leik Solskjær, Huddersfield 3-1 í öðrum leiknum og svo Bournemouth 3-1 í dag.
Sir Alex Ferguson var mættur á völlinn að venju í dag og skemmti sér konunglega í stúkunni.
Ferguson hætti sem stjóri United árið 2013 en hann er í guðatölu á Old Trafford og er elskaður af öllum.
Hann var skælbrosandi í stúkunni í dag er United vann öruggan 4-1 sigur eins og má sjá hér.