fbpx
Mánudagur 28.júlí 2025
433Sport

Hetjur ársins 2018

Ritstjórn DV
Mánudaginn 31. desember 2018 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það getur verið stutt á milli hláturs og grátur í fótbolta, líkt og í öðrum íþróttum. Smáatriði geta skorið úr um hvort þú verður hetja eða skúrkur. Knattspyrnuárið hefur verið skemmtilegt að flestu leyti, íslenskir aðdáendur fengu að upplifa heimsmeistaramótið í fyrsta sinn, úrslitin hefðu mátt vera betri en flestir taka það með sér í sumarlandið að hafa upplifað stærsta sviðið. Erlendis gekk mikið á en eins og alltaf, er íslenskt knattspyrnuáhugafólk mikið að fylgjast með enskum fótbolta, þar hefur margt og mikið gerst. Hetjur og skúrkar verða til á hverju ári, hverjir sköruðu fram úr og hverjir áttu vont ár.

Hetjur ársins 2018:


Kylian Mbappe:
Það er ekki hægt að líta yfir þetta knattspyrnuár án þess að horfa í frammistöðu Kylian Mbappe, leikmanns PSG og franska landsliðsins. Þrátt fyrir ungan aldur er Mbappe orðinn einn allra besti knattspyrnumaður í heimi, frammistaða hans á heimsmeistaramótinu var geggjuð þar sem Frakkar unnu þennan eftirsótta titil. Það er ekki langt í að Mbappe taki fram úr Cristiano Ronaldo og Lionel Messi og verði besti knattspyrnumaður í heimi, árið 2019 gæti verið árið þar sem það gerist.


Cristiano Ronaldo:
Sagan mun dæma hann sem einn ótrúlegasta íþróttamann sögunnar. Ronaldo er 33 ára gamall en hann var besti leikmaður Real Madrid þegar liðið vann meistaradeildina þriðja árið í röð. Hann fór svo á heimsmeistaramótið með Portúgal og setti upp sýningu fyrir alla í fyrsta leik gegn Spáni. Flestir á hans aldri eru hræddir við nýja áskorun en í sumar gekk Ronaldo í raðir Juventus og þar hefur hann haldið áfram að vera einn besti leikmaður heims. Ný deild, ný áskorun en samt heldur Ronaldo áfram að sigra heiminn. Magnaður íþróttamaður.

Alfreð Finnbogason:
Framherjinn knái hefur að einhverju leyti átt erfitt ár. Meiðsli hafa hrjáð hann en þegar heilsa hans hefur verið í lagi, hefur frammistaðan verið í heimsklassa. Með Augsburg í Þýskalandi hefur Alfreð raðað inn mörkum þegar heilsan hefur leyft honum það og með íslenska landsliðinu hefur uppskriftin verið eins. Alfreð glímdi við meiðsli fyrir heimsmeistaramótið í Rússlandi en þangað mætti hann og stimplaði sig inn með látum. Mark Alfreðs gegn Argentínu er merkilegasta augnablikið á þessu íþróttaári á Íslandi, stærsta sviðið er fyrir stærstu stjörnurnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Pabbinn sjaldan verið jafn stoltur og brast í grát er hann sá myndband af syni sínum – Sjáðu fallegt augnablik

Pabbinn sjaldan verið jafn stoltur og brast í grát er hann sá myndband af syni sínum – Sjáðu fallegt augnablik
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Al-Nassr blandar sér óvænt í baráttuna og mun líklega hafa betur

Al-Nassr blandar sér óvænt í baráttuna og mun líklega hafa betur
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Hvetur hann til að fara í minna lið en Manchester United – ,,Hann er á sama stað og Darwin Nunez“

Hvetur hann til að fara í minna lið en Manchester United – ,,Hann er á sama stað og Darwin Nunez“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Newcastle sagt horfa til Wolves í leit að eftirmanni Isak

Newcastle sagt horfa til Wolves í leit að eftirmanni Isak