fbpx
Miðvikudagur 16.júlí 2025
Fréttir

Annþór, Börkur og Birkir komnir á Vernd

Pláss losnaði eftir að Magnús, Sigurður og Ólafur fóru á ökklaband

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Miðvikudaginn 2. nóvember 2016 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Annþór Kristján Karlsson og Börkur Birgisson er komnir á Vernd eftir að hafa dvalið um hríð á Kvíabryggju. Vernd er opið úrræði í höfuðborginni. Þar greiða fangar um 70 þúsund í leigu til fangelsismálastofnunar. Fangar mega fara út klukkan sjö á morgnana en eiga að vera á Vernd á milli klukkan sex og sjö á kvöldin. Þeir mega svo fara aftur út og vera úti til klukkan 23.00. Fyrir helgi var Birki Kristinssyni, fyrrverandi landsliðsmarkverði í knattspyrnu, úthlutað herbergi á Vernd. Pláss losnaði á Vernd eftir að Magnús Guðmundsson, Sigurður Einarsson og Ólafur Ólafsson, sem hlutu þunga dóma í Al-Thani-málinu, fóru á ökklaband.

Annþór Kristján og Börkur fengu þunga fangelsisdóma árið 2012. Var Annþór dæmdur í sjö ára fangelsi og Börkur í sex ára fangelsi í desember 2012 og staðfesti Hæstiréttur þann dóm. Þá var Annþór ásamt Berki Birgissyni ákærður fyrir hættulega líkamsárás á Sigurð Hólm Sigurðsson en hann fannst látinn í fangaklefa sínum. Héraðsdómur sýknaði Annþór og Börk þann 23. mars síðastliðinn af málinu. Ríkissaksóknari áfrýjaði þeim dómi til Hæstaréttar. Niðurstaða í því máli liggur ekki fyrir.

Birkir Kristinsson var viðskiptastjóri hjá Glitni. Hann var dæmdur í fimm ára fangelsi árið 2014 fyrir umboðssvik og markaðsmisnotkun sem og brotum á lögum um ársreikninga sem sneru að 3,8 milljarða króna láni Glitnis árið 2007 til félags sem var í eigu Birkis. Stundin greindi frá því í desember í fyrra að Birkir væri kominn á Kvíabryggju. Í síðustu viku var hann svo fluttur á Vernd.

Ég sé hann sem pabba, ekki sem glæpamann

Mál Annþórs og Barkar hafa velkst um í kerfinu í á fjórða ár. Upptökur úr öryggismyndavélum sýndu að Annþór og Börkur fóru inn í klefa Sigurðar áður en hann lést. Annþór og Börkur þvertóku fyrir að hafa orðið Sigurði að bana. Réttarmeinafræðingurinn Þóra Stephensen sagði fyrir dómi að líklegast hefði Sigurður látist vegna höggs sem hefði leitt af sér rifu á milta. Verjendur létu hins vegar að því liggja að Sigurður hafi hlotið áverka vegna lífgunartilrauna sem stóðu yfir í 45 mínútur. Fór saksóknari fram á að Annþór og Börkur yrðu dæmdir í 12 ára fangelsi. Rannsókn lögreglu var umfangsmikil en ekki tókst að sanna að Annþór og Börkur ættu hlut að máli.

Dóttir Annþórs, Sara Lind Annþórsdóttir, sagði í samtali við DV fyrr á árinu að málið hefði tekið mjög á fjölskylduna. Hefur hún í gegnum tíðina þurft að sitja undir aðdróttunum og fordómum frá fólki. Hún kveðst vera orðin nánast ónæm fyrir kjaftasögum sem dynji á henni svo gott sem daglega, ókunnugir kalla á eftir henni niðri í bæ og senda henni skilaboð á Facebook þar sem innihaldið er ekki fallegt.

„Ég er bæði að gjalda fyrir það sem hann hefur gert og líka það sem er ekki víst að hann hafi gert. Fólk má hafa í huga að hver og einn er saklaus uns sekt sannast,“ sagði Sara Lind og bætti við á öðrum stað: „Ég tek þetta allt rosalega nærri mér. Ég fer ekki að gráta, ekki lengur, en ég er þannig gerð að ég þarf alltaf að standa upp fyrir mig og mína. […] Ég sé hann sem pabba, ekki sem glæpamann. Ég þekki ekki annað en að pabbi minn sé svona og ég tek honum eins og hann er. Sambandið okkar er afskaplega gott og ég tala við pabba eins og ég tala við bestu vinkonur mínar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Ragnhildur segir samfélagsmiðla auka á kvíða fólks – „Ég er með þá reglu að eftir kvöldmat er bara enginn sími“

Ragnhildur segir samfélagsmiðla auka á kvíða fólks – „Ég er með þá reglu að eftir kvöldmat er bara enginn sími“
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Fær ekki að byggja gistihús á Laugavegi

Fær ekki að byggja gistihús á Laugavegi
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Jóhann Rúnar Skúlason kominn í danska hestalandsliðið fyrir HM – Dæmdur fyrir kynferðisbrot gegn 13 ára stúlku

Jóhann Rúnar Skúlason kominn í danska hestalandsliðið fyrir HM – Dæmdur fyrir kynferðisbrot gegn 13 ára stúlku
Fréttir
Í gær

Réttað yfir Tesla vegna dauða ungrar konu – Hafi hunsað viðvaranir um sjálfstýringarbúnað í áraraðir

Réttað yfir Tesla vegna dauða ungrar konu – Hafi hunsað viðvaranir um sjálfstýringarbúnað í áraraðir
Fréttir
Í gær

Maðurinn sem lýst var eftir er fundinn

Maðurinn sem lýst var eftir er fundinn
Fréttir
Í gær

Húðlæknir vill banna ljósabekki á Íslandi – „Algjörlega fáránlegt að það sé ekki búið að banna þá“

Húðlæknir vill banna ljósabekki á Íslandi – „Algjörlega fáránlegt að það sé ekki búið að banna þá“