fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
433Sport

Heimir búinn að skrifa undir í Katar – Tekur við Al-Arabi

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 10. desember 2018 09:48

Ljósmynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heimir Hallgrímsson hefur verið ráðinn þjálfari Al-Arabi í Katar. Þetta hefur verið staðfest.

Heimir lét af störfum sem þjálfari íslenska karlalandsliðsins í sumar eftir frábæran árangur.

Heimir var þjálfari liðsins þegar liðið fór í fyrsta sinn á Evrópumótið og Heimsmeistaramótið.

Þessi öflugi þjjálfari vildi snúa aftur í þjálfun félagsliða en áður stýrði hann kvenna og karlaliði ÍBV.

Al-Arabi er í sjötta sæti af tólf liðum í úrvalsdeildinni í Katar en hlé verður gert á deildinni um jólin. Heimir stýrir því liðinu í tveimur leikjum áður en hlé verður gert.

Heimir fær leyfi til þess að breyta liðinu í janúar en hvert lið má hafa fjóra erlenda leikmenn.

Heimir fetar þarn í fótspor Gianfranco Zola og Dan Peterescu sem áður hafa stýrt liðinu.

Heimir var mikið orðaður við lið í Bandaríkjunum en á endanum skrifaði hann undir í Katar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Mistök hjá Liverpool? – Vill sjá fyrrum stjóra Chelsea við stjórnvölin

Mistök hjá Liverpool? – Vill sjá fyrrum stjóra Chelsea við stjórnvölin
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Einkunnir Tottenham og Arsenal – Havertz valinn bestur

Einkunnir Tottenham og Arsenal – Havertz valinn bestur
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Stjarnan tjáir sig eftir ótrúlega umfjöllun blaðamanns: Hótar lögsókn og ásakar hann um lygar – ,,Hef aldrei og mun aldrei gera þessa hluti“

Stjarnan tjáir sig eftir ótrúlega umfjöllun blaðamanns: Hótar lögsókn og ásakar hann um lygar – ,,Hef aldrei og mun aldrei gera þessa hluti“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

,,Hann má taka því rólega í tveimur leikjum gegn okkur“

,,Hann má taka því rólega í tveimur leikjum gegn okkur“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Messi minnir verulega á sig – Var stórkostlegur í nótt

Messi minnir verulega á sig – Var stórkostlegur í nótt
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Skoraði ekki mark og mistókst að bæta met Henry og Kane

Skoraði ekki mark og mistókst að bæta met Henry og Kane
433Sport
Í gær

Féll í yfirlið á Subway og var fluttur á sjúkrahús: ‘Stóri engillinn’ kom til bjargar – ,,Er allt í lagi með þig!?“

Féll í yfirlið á Subway og var fluttur á sjúkrahús: ‘Stóri engillinn’ kom til bjargar – ,,Er allt í lagi með þig!?“
433Sport
Í gær

England: Chelsea kom til baka á Villa Park

England: Chelsea kom til baka á Villa Park