Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra tók þátt í styrktarleik fyrir Tómas Inga Tómasson í gær.
Leikið var í Egilshöll en Tómas hefur legið á spítala í yfir 200 daga á þessu ári.
Ástæða er að aðgerð sem Tómas fór í á mjöðm heppnaðist illa og hefur heilsa hans ekki náð sér. Hann heldur því í fjórða sinn undir hnífinn í Þýskalandi á næstunni.
Leikið var í Egilshöll í gær en þar voru þjóðþekkt andlit, þar má nefna Eið Smára Guðjohnsen, Bjarna og fleiri góða.
Hjörvar Hafiðason, fyrrum markvörður og knattspyrnusérfræðingur tók þátt í leiknum en hann hafði áhyggjur af heilsu Bjarna Ben.
,,Er í lagi með þig frændi?,“ skrifaði Hjörvar á Twitter og birti myndband af því þegar Bjarni tognaði hressilega aftan í læri.
,,Takk, eftir atvikum sæmilegur. Þetta lagast á nokkrum vikum. Það er svo sem ekki eins og það sé leikur um næstu helgi,“ sagði Bjarni sem er að keyra fjárlög í gegnum Alþingin þessa stundina.
Er í lagi með þig frændi? @Bjarni_Ben pic.twitter.com/00ArJhUm9W
— Hjörvar Hafliðason (@hjorvarhaflida) December 9, 2018