fbpx
Mánudagur 04.ágúst 2025
433Sport

Chelsea fyrsta liðið til að sigra Manchester City – Liverpool á toppnum

Victor Pálsson
Laugardaginn 8. desember 2018 19:23

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Chelsea 2-0 Manchester City
1-0 N’Golo Kante(45′)
2-0 David Luiz(78′)

Manchester City tapaði í kvöld sínum fyrsta leik í ensku úrvalsdeildinni á þessari leiktíð.

City gat komist á toppinn með sigri eða jafntefli á Stamford Bridge en liðið heimsótti Chelsea.

City var öflugri aðilinn í fyrri hálfleik en aðeins eitt mark var skorað og það gerði N’Golo Kante fyrir heimamenn eftir fína sókn.

Chelsea mætti svo sterkt til leiks í síðari hálfleik og var betri aðilinn og ógnaði marki gestanna.

Annað mark heimamanna kom á 78. mínútu síðari hálfleiks er David Luiz skallaði boltann fallega í netið eftir hornspyrnu.

Fleiri mörk voru ekki skoruð í London í kvöld og endar Liverpool helgina á toppnum, einu stigi á undan Englandsmeisturunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Ný treyja Arsenal vekur gríðarlega athygli

Ný treyja Arsenal vekur gríðarlega athygli
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Framhjáhaldið fór eins og eldur um sinu – Viðbrögð manna helltu olíu á eldinn

Framhjáhaldið fór eins og eldur um sinu – Viðbrögð manna helltu olíu á eldinn
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Voru hársbreidd frá því að næla í Isak

Voru hársbreidd frá því að næla í Isak
433Sport
Í gær

Lingard fékk tvær treyjur frá leikmönnum Barcelona

Lingard fékk tvær treyjur frá leikmönnum Barcelona
433Sport
Í gær

Tottenham fær gríðarlegan liðsstyrk frá Bayern

Tottenham fær gríðarlegan liðsstyrk frá Bayern
433Sport
Í gær

Tilbúnir að bjóða aftur í Isak með einu skilyrði

Tilbúnir að bjóða aftur í Isak með einu skilyrði
433Sport
Í gær

Eru með leikmann sem ‘getur orðið betri en Messi’

Eru með leikmann sem ‘getur orðið betri en Messi’