fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Fréttir

Stjórnlaus og sturlaður á Hótel Hraunsnefi – Réðst á sambýliskonu sína – „Ég ætla að drepa þig helvítis tussan þín“

Auður Ösp
Föstudaginn 7. desember 2018 17:02

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karlmaður hefur verið dæmdur í sex mánaða fangelsi fyrir að hafa ráðist á þáverandi sambýliskonu sína inni á herbergi á gistihúsi. Þá var hann sakfelldur fyrir að hafa skallað karlmann sem var gestur í næsta herbergi. Í ákæru kemur fram að maðurinn hafi veist að konunni, hrint henni svo hún féll aftur á bak í rúm, sest ofan á hana með hnén á bringu hennar, tekið hana hálstaki, kýlt hana í andlit og gripið með fingri í munnhol hennar. Úrskurður féll í Héraðsdómi Vesturlands síðastliðinn miðvikudag.

Reiddist vegna kjóls

Málsatvik voru þau aðfaranótt sunnudagsins 15. október 2017 barst lögreglu tilkynning um mann sem gengi berserksgang á Hótel Hraunsnefi. Fór lögregla á vettvang og hitti þar fyrir þáverandi sambýliskonu mannsins  sem sagði að maðurinn hefði ráðist á sig inni á herbergi þeirra.

Sagði hún að þau hefðu verið að skemmta sér um kvöldið ásamt samstarfsmönnum hennar og mökum. Sagði hún að þegar þau komu upp á herbergið hefði maðurinn  reiðst henni vegna kjólsins sem hún hefði klæðst og að hún hefði dansað við samstarfsmenn sína. Hefði hann kastað henni í rúmið og ráðist á hana.

Fyrir dómi lýsti konan því meðal annars þannig að á einum tímapunkti hefði maðurinn tekið um hálsinn á henni, þrýst henni þannig niður í koddann og öskrað: „Ég ætla að drepa þig helvítis tussan þín.“

Sagðist hún hafa verið sannfærð um að hann myndi ganga frá henni þarna, en líklega hefði það hjálpað til hvað hann hefði verið drukkinn og hún því getað sparkað honum af sér. Sagðist hún hafa reynt að komast inn á baðherbergið í því skyni að loka sig þar inni og reyna að hringja eftir hjálp. Maðurinn hefði hins vegar náð henni áður og tekið hana aftur fram til að halda barsmíðunum áfram.

Konan sagðist hafa náð að slíta sig aftur lausa og komast út úr herberginu, þar sem hún hitti konu sem gisti í næsta herbergi ásamt unnusta sínum, en sú kona hafði vaknað við lætin. Sagði hún þær hafa lokað sig inni í herbergi en maðurinn hefði þá komið á eftir henni að reynt að komast inn. Hann hefði öskrað frammi að hann ætlaði að drepa hana og krafist þess að fá að koma inn, en svo hefði hann  farið og þau svo ekkert heyrt í honum í tvo tíma. Þá hefði hann komið á ný, öskrandi og krafist þess að honum yrði hleypt inn svo að hann gæti „klárað verkið.“

Niðurbrotin og miður sín

Parið sem gisti í næsta herbergi bar vitni fyrir dómi og lýstu þau því þannig að sambýliskonan hefði komið til þeirra og verið illa útlítandi, niðurbrotin og blóðug og greint frá því að maðurinn hefði ráðist á hana.  Konan hefði verið algjörlega niðurbrotin og miður sín eftir atburðina, auk þess sem föt hennar og andlit hefðu verið blóðug.

Þá kom fram í vitnisburði þeirra að maðurinn hefði rúmlega tveimur tímum síðar komið að glugganum á herbergi þeirra og viljað „ræða málin.“ Hann hefði reynt að brjóta sér leið inn með því að rífa upp gluggann. Hringt var á lögreglu þar sem maðurinn var stjórnlaus og sturlaður af bræði.

Þegar maðurinn ætlaði að aka á brott reyndu tveir aðrir menn að koma í veg fyrir það en það endaði með því að hann skallaði annan þeirra, og var það fyrrnefndur maður sem gisti í næsta herbergi.

Í miklu áfalli og skalf

Konan var með sjáanlega áverka í andliti.  Hún leitaði í kjölfarið á Heilbrigðisstofnun Vesturlands. Fram kemur að hún hafi verið í miklu áfalli, skolfið og sýnt merki hræðslu auk þess sem hún var með margvíslega áverka. Þá sýnir vottorð frá háls-, nef- og eyrnadeild Landspítalans að konan hafi leitað þangað með  sár á efri vör, innan á hægri kinn og í munnslímhúð. Einnig voru eymsli og bólga yfir vinstra gagnauga og niður á kinnboga. Þá kemur einnig fram að konan hafi leitað hitt áfalla- og fíknisérfræðings í 14 skipti og sótt til hans ráðgjöf.

Fram kemur að konan hafi verið mjög trúverðug í framburði sínum, bæði hjá lögreglu og fyrir dómi.

Fyrir dómi sagðist maðurinn kannast við það að hafa slegið konuna í andlitið, fleygt henni aftur á bak í rúm í herberginu, sest ofan á hana með hnén á bringu hennar og gripið með fingri í munnhol hennar. Hann hélt því hins vegar fram að hann hefði aðeins slegið hana með flötum lófa og að það hafi verið gert til að bregðast við hnefahöggi sem hún hefði áður veitt honum. Hann neitaði því hins vegar að hafa tekið konuna  hálstaki. Að öðru leyti játaði hann sök. Þá játaði hann að hann hafa skallað manninn seinna um kvöldið en fram kemur að þeir tveir hafi náð samkomulagi um greiðslu bóta.

Fyrrum sambýliskona mannsins krafðist skaðabóta að fjárhæð 90.128 krónur vegna sjúkrakostnaðar, lyfjakostnaðar og kostnaðar vegna sálfræðiþjónustu. Sú krafa var tekin til greina. Dómurinn vísaði hins vegar frá kröfu hennar um um þjáningarbætur og bætur vegna tímabundins atvinnutjóns. Þá er manninum gert að greiða henni miskabætur að upphæð 900 þúsund krónur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum
Fréttir
Í gær

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum