fbpx
Föstudagur 19.desember 2025
433Sport

ÍA selur tvo leikmenn til Norrköping – Pabbar þeir voru báðir atvinnumenn

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 7. desember 2018 14:09

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gengið hefur verið frá sölu á Ísaki Bergmann Jóhannessyni og Oliver Stefánssyni frá Knattspyrnufélagi ÍA til Norrköping í Svíþjóð.

Ísak Bergmann er 15 ára og hefur spilað einn leik með KFÍA í Inkasso-deildinni. Hann á að baki sjö leiki með U17 þar sem hann hefur gert sjö mörk og sjö leiki með U16 þar sem hann hefur skorað tvö mörk.

Oliver er 16 ára og hefur spilað einn leik með KFÍA í Inkasso-deildinni. Hann á að baki einn leik með U18, sjö leiki með U17 þar sem hann hefur skorað eitt mark og þrjá leiki með U16.

Þeir voru báðir lykilmenn í 2. flokk karla sem urðu Íslandsmeistarar í sumar í fyrsta sinn í 13 ár.

Þess má svo geta að Ísak Bergmann er sonur Jóhannesar Karls Guðjónssonar þjálfara meistaraflokks karla hjá ÍA og fyrrverandi atvinnumanns. Oliver er sonur Stefáns Þórs Þórðarsonar fyrrverandi leikmanns ÍA og atvinnumanns.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Davíð minnist vinar síns Hareide í hjartnæmri færslu – Rifjar upp hvað hann sagði við hann í London í fyrra

Davíð minnist vinar síns Hareide í hjartnæmri færslu – Rifjar upp hvað hann sagði við hann í London í fyrra
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Sagðir vilja losna við Danann af launaskrá – Áhugi frá Englandi og Sádí

Sagðir vilja losna við Danann af launaskrá – Áhugi frá Englandi og Sádí
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Strasbourg reyndist of stór biti fyrir Blika sem eru úr leik í Sambandsdeildinni – Vandræði Alberts og félaga halda áfram

Strasbourg reyndist of stór biti fyrir Blika sem eru úr leik í Sambandsdeildinni – Vandræði Alberts og félaga halda áfram
433Sport
Í gær

Vilja kaupa þrjá öfluga leikmenn í janúar

Vilja kaupa þrjá öfluga leikmenn í janúar
433Sport
Í gær

Ungur drengur sem hefur misst föður sinn og ömmu fékk fallega heimsókn – Hefur reynst mömmu sinni klettur í gegnum erfið veikindi

Ungur drengur sem hefur misst föður sinn og ömmu fékk fallega heimsókn – Hefur reynst mömmu sinni klettur í gegnum erfið veikindi