Sindri Þór Stefánsson játar að hafa brotist inn í tvö gagnaver á Suðurnesjum og í Borgarbyggð. Hann neitar hins vegar að hafa tekið þátt í skipulagningu á innbrotunum. Aðalmeðferð málsins hófst fyrir Héraðsdómi Reykjaness í morgun. Málið var þingfest þann 11.september síðastliðinn en þá neitaði Sindri Þór alfarið sök. Fréttablaðið greinir frá.
Sex eru ákærðir í tengslum við málið, auk Sindra Þórs.Umrætt mál varðar þjófnað á 600 tölvum úr þremur gagnaverum. Tölvunum, sem notaðar voru til að grafa eftir Bitcoin, var stolið undir lok síðasta árs og í byrjun þessa árs.
Sindri Þór og Matthías Jón Karlsson eru ákærðir fyrir öll brotin sem ákært er fyrir. Hinir fimm eru ákærðir fyrir hluta af brotunum.
Sindri Þór komst í heimsfréttirnar þegar hann strauk af fangelsinu að Sogni miðvikudaginn 19. apríl síðastliðinn og komst um borð í flugvél á leið til Svíþjóðar. En í sömu vél var Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Flóttinn stóð hins vegar stutt yfir hjá Sindra, sem á að baki langan neyslu- og brotaferil, því hann var handtekinn í Amsterdam sunnudaginn 22. apríl.