fbpx
Miðvikudagur 06.ágúst 2025
433Sport

Þróttur fetar í fótspor KV og styrkir Bjarka og fjölskyldu – ,,Gangi ykkur vel elsku fjölskylda“

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 29. nóvember 2018 11:27

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Styrktarleikur á milli HK og Breiðabliks í meistaraflokki karla í fótbolta fer fram í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 20.00 og verður spilaður í Kórnum í Kópavogi.

Bjarki Már Sigvaldson hefur undanfarin sex ár háð erfiða baráttu við krabbamein og nú segja læknar að ekkert sé við ráðið og hann eigi stutt eftir. Kópavogsfélögin HK og Breiðablik vilja taka höndum saman með því að tileinka Bjarka Má og fjölskyldu leikinn og vonast til þess að Kópavogsbúar og aðrir gestir komi í Kórinn og styrki Bjarka og fjölskyldu hans á þessum erfiðu tímum.

Bjarki fékk þau skilaboð á dögunum að hann ætti aðeins nokra mánuði eftir en hann og Ástrós, kærasta hans eignuðust sitt fyrsta barn nýlega.

Það eru margir sem hafa lagt inn á styrktarreikning Bjarka og fjölskyldu og eru knattspyrnufélög einnig að rétta fram hjálparhönd.

KV, lagi 15 þúsund krónur til Bjarka og fjölskyldu í gær og Þróttur Vogum hefur fetað í þeirra fótspor.

Meira:
Styrkja Bjarka og hans fallegu fjölskyldu: Glímir við ólæknandi krabbamein – Skora á önnur lið að gera slíkt hið sama

Af Facebook síðu Þróttar:
Knd. Þróttar Vogum styrkir Bjarka Má og hvetur aðra að gera það sama.

Frábær áskorun og glæsilegt framtak hjá KV í gærkvöldi !
Anton Ingi leikmaður Þróttar Vogum er bróðir eiginkonu Bjarka. Gangi ykkur vel elsku fjölskylda.

Knattspyrnudeild Þróttar styrkir fjölskylduna 20.000kr og skorar á alla AÐRA að styrkja fjölskylduna. Margt smátt gerir eitt stórt.

130-26-20898, kt. 120487-2729

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Högg í maga Valsara
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum
Wilshere að snúa aftur?
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Hafa litla trú á íslensku liðunum

Hafa litla trú á íslensku liðunum
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Manchester United leggur fram tilboð í Sesko

Manchester United leggur fram tilboð í Sesko
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Gengu frá viðræðunum vegna verðmiðans

Gengu frá viðræðunum vegna verðmiðans
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Ronaldo vill fá fyrrum liðsfélaga í Manchester til sín

Ronaldo vill fá fyrrum liðsfélaga í Manchester til sín
433Sport
Í gær

Virðist vera að fá útgönguleið frá Liverpool

Virðist vera að fá útgönguleið frá Liverpool
433Sport
Í gær

Sjáðu afar umdeildan dóm Jóhanns Inga og hans manna í Kópavoginum

Sjáðu afar umdeildan dóm Jóhanns Inga og hans manna í Kópavoginum