fbpx
Þriðjudagur 05.ágúst 2025
Fréttir

Auglýsti eftir leiguherbergi í Reykjavík – Fékk hrúgu skilaboða frá karlmönnum

Auður Ösp
Laugardaginn 1. desember 2018 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kasia Skrabucha flutti til Íslands frá Póllandi fyrir þremur árum og hefur verið á leigumarkaðnum síðan. Hún er um þessar mundir í húsnæðisleit en á dögunum birti hún færslu inni á Facebookhópnum Leiga og auglýsti eftir herbergi til leigu í Reykjavík.

Sá hún sig knúna til að taka það sérstaklega fram að hún væri ekki á höttunum eftir vinskap. Baðst hún undan skilaboðum frá karlmönnum sem væru einungis að leitast eftir „félagsskap.“ „Ég hef ekki áhuga og það er heldur ekki tilgangurinn með þessum hópi,“ ritaði Kasia í auglýsingunni.

Ljósmynd/Skjáskot af Facebook

Í samtali við blaðamann segir Kasia að hún hafi áður auglýst eftir herbergi á facebook og í kjölfarið fengið skilaboð frá ókunnugum karlmönnum sem líti svo á að hún sé á höttunum eftir vinskap eða þá kynferðislegu sambandi. Það að hún sé einhleyp í leit að íbúð  virðist vera nóg til að kveikja áhuga þeirra.

„Þetta eru aðallega menn frá Albaníu, Tyrklandi og löndunum þar í kring. Stundum eru þetta Íslendingar en þeir eru meira til baka. En mennirnir frá Albaníu geta verið rosalega ágengnir. Ef ég svara þeim ekki til baka þá bregðast þeir við með að kalla mig tík eða eitthvað álíka. Þeir ráðast á mann af engri ástæðu.“

Kasia hefur þurft að þola ýmislegt á þeim tíma sem hún hefur verið á milli íbúða á leigumarkaðnum. „Ég hef þurft að flytja margoft og hef hitt allskonar fólk og orðið vitni að ýmsu. „Einu sinni leigði ég í blokk og komst að því að það var fólk að leigja kjallarageymslu í byggingunni.

Fyrsta herbergið sem ég leigði fann ég í gegnum bland.is. Ég bjó í íbúð hjá gömulm manni sem var virkilega skrítinn. Hann var sífellt að fara inn í herbergið mitt án leyfis og handfjatla dótið mitt og snyrtivörurnar inni á baðherberginu. Þegar ég reyndi að tala við hann reyndi að telja mér trú um að ég væri sjálf eitthvað skrítin,“ segir Kasia jafnframt en hún segir ljóst að húsaleiguverð í höfuðborginni sé komið langt út fyrir öll mörk. „Og samt gerir enginn neitt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jón Viðar hugsi – „Ég reyni að láta hamaganginn í þeim sem óttast inngöngu í ESB ekki raska ró minni“

Jón Viðar hugsi – „Ég reyni að láta hamaganginn í þeim sem óttast inngöngu í ESB ekki raska ró minni“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Úrillur biskup mætti á náttsloppnum og rak kórinn úr kirkjunni – „Klukkan er orðin meira en tíu og þetta er hræðilegur hávaði“

Úrillur biskup mætti á náttsloppnum og rak kórinn úr kirkjunni – „Klukkan er orðin meira en tíu og þetta er hræðilegur hávaði“