fbpx
Þriðjudagur 05.ágúst 2025
Fréttir

Mónika dæmd fyrir að húðflúra þrjár unglingsstúlkur án leyfis: Með dóm á bakinu fyrir nærbuxnaþjófnað

Auður Ösp
Sunnudaginn 2. desember 2018 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kona á þrítugsaldri, Mónika Atladóttir hefur verið dæmd í 30 daga fangelsi fyrir að húðflúra þrjár stúlkur, þar af tvær á barnsaldri, án vottorðs frá Landlækni og skriflegs leyfis forráðamanna. Þetta er ekki fyrsta brot Móniku en hún hefur áður hlotið dóma fyrir þjófnaði, umferðarlagabrot og brot gegn lögum um ávana- og fíkniefni og var nú síðast dæmd til að sæta fangelsi í þrjá mánuði, þann 10. september 2018.

Í febrúar á þessu ári greindi DV frá því að hún Mónika hafi verið dæmd  í mánaðar skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa stolið nærbuxum, að verðmæti ríflega þúsund króna, úr verslun Lindex á Þorláksmessu. Sjálf furðaði Mónika sig á þessum dómi í samtali við DV og sagðist hún frekar hafa búist við sekt þar sem hún viðurkenndi sök fúslega.

Sagði hún að nærbuxurnar hefðu í raun verið nauðsynjavara þar sem að  hundur hennar sækist mikið í að borða nærbuxur hennar og var hún því brókarlaus degi fyrir jól.

„Hundurinn minn er svo hrifinn af því að naga hluti úr bómull og nælonefnum. Þannig að ég verð alltaf mjög fljótt uppiskroppa með allt svona og ég er ekkert á sérstaklega háum launum, því ég er á féló,“ sagði Mónika í samtali við DV í febrúar síðastliðnum.

Ofangreind brot Móniku sem sneru að húðflúrun á þremur stúlkum áttu sér stað í byrjun desember á seinasta ári. Þetta kemur fram í úrskurði sem féll í Héraðsdómi Norðurlands eystra þann 26.nóvember síðastliðinn.

Fram kemur að  húðflúrunin hafi farið fram í heimahúsi í íbúð á Akureyri en sem fyrr segir voru tvær af stúlkunum undir átján ára aldri.

Þá var Mónika ekki með skriflegt leyfi forráðamanna stúlknanna til að húðflúra þær en fram kemur í ákæru að með þessu hafi hún „stefnt heilsu stúlknanna í alvarlega hættu.“

Mónika var því ákærð, og sakfelld, fyrir brot á barnaverndarlögum, lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir og reglugerð um hollustuhætti auk þess sem henni er gert að sætaupptöku húðflúrunartækja og lita.

Fram kemur að Mónika hafi játað verknaðinn við skýrslutöku hjá lögreglu en hún sótti ekki dómþing þrátt fyrir að hafa verið birt fyrirkall.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 dögum

Meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu, beitingu 71. gr. og telur stjórnarflokkana hafa staðið sig betur

Meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu, beitingu 71. gr. og telur stjórnarflokkana hafa staðið sig betur
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Litlu munaði að hnífaárás í Reykjanesbæ endaði með manndrápi – Maður í stjórnlausri neyslu réðist á fjölskylduföður

Litlu munaði að hnífaárás í Reykjanesbæ endaði með manndrápi – Maður í stjórnlausri neyslu réðist á fjölskylduföður
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sveinn Gauti sakar Moggann um falsfréttaflutning – „Fréttir sem þessar draga að ósekju úr trausti almennings“

Sveinn Gauti sakar Moggann um falsfréttaflutning – „Fréttir sem þessar draga að ósekju úr trausti almennings“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Draumur Pútíns um Stór-Rússland gæti endað með alvarlegu bakslagi

Draumur Pútíns um Stór-Rússland gæti endað með alvarlegu bakslagi