fbpx
Þriðjudagur 30.apríl 2024
Fréttir

Davíð varð fyrir líkamsárás í miðbænum: „Strákar geta ekki mætt málaðir niðri bæ án þess að vera barðir“

Auður Ösp
Laugardaginn 1. desember 2018 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Davíð Pálsson varð fyrir líkamsárás af hálfu ókunnugs manns í miðborg Reykjavíkur um seinustu helgi. Hann segist enga hugmynd hafa um það hvers vegna maðurinn réðst á hann en óneitanlega dragi hann þá ályktun að það sé annað hvort vegna húðlitar síns eða vegna þess að útlit hans sker sig úr.

Davíð er fæddur í Kólumbíu en hefur verið búsettur á Íslandi í 18 ár. Í samtali við blaðamann DV segist hann hafa verið að skemmta sér með vinnufélögum á laugardagskvöldið en upp úr miðnætti ákváðu nokkrir úr hópnum að kíkja á skemmtanalífið í miðborginni.

Davíð segist hafa skemmt sér vel þetta kvöld og fengið fjölmörg hrós fyrir útlit sitt, en hann hafði sett á sig farða áður en hann fór út og var með hinsegin slaufu um hálsinn.

„Ég var með nokkrum vinum mínum, við fórum á Kiki og þaðan á Kaffibarinn. Svo fóru þau heim og þá fór ég aðeins á B5.“

Í sjokki, grátandi og reiður

Davíð segist hafa farið og fengið sér í svanginn síðar um nóttina og þvínæst beðið í röð eftir leigubíl.

„Ég lít upp og sé þá mann vera að nálgast mig. Ég sé að hann sér mig og við mætumst augnliti til augnlitis. Ég var viss um að hann myndi labba framhjá en þá finn ég fyrir dúndur höggi á eyrað og kinnina, hann sló mjög fast. Mér brá svo mikið og þetta var svo vont  að ég fór að gráta og sá þá manninn labba burt. Ég hefði getað talað við hann en ég sleppti af því  ég var  í sjokki, grátandi, reiður og hefði hvort sem er ekki gert neitt af viti.“

Tveir ókunnugir einstaklingar tóku eftir því að Davíð voru í uppnámi og buðu honum aðstoð; hughreystu hann og hugguðu. „Ég er ekki viss hvort þau þekktu einstaklinginn eða ekki. Ég labba svo heim grátandi og fer að sofa.“

Davíð segist reglulega setja á sig farða og hefur hann gaman af því að hressa uppá útlitið með ýmisskonar skarti. Hann bendir á að ennþá sé langt í land þegar kemur að réttindabaráttu hinsegin fólks. Það sé sorglegt að karlmenn megi ekki mæta í bæinn með farða án þess að eiga það á hættu að vera lamdir.

„En ég hef aldrei lent í þessu áður. Ég hef reyndar oft lent í því að fólk starir skringilega á mig þegar ég hef verið með makeup eða með blómkrans í hárinu.Það er svo fáránlegt að fólk sé virkilega að skipta sér af þessu. Af hverju ætti það trufla mig hvernig manneskjan við hliðina á mér er klædd eða hvernig hún er?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Segja samdrátt vera staðreynd í rússneska hagkerfinu

Segja samdrátt vera staðreynd í rússneska hagkerfinu
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Er þetta versta stefnumót sögunnar? Frábært kvöld þar til hún þurfti að fara á klósettið

Er þetta versta stefnumót sögunnar? Frábært kvöld þar til hún þurfti að fara á klósettið
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Bresku Rúanda-lögin koma illa niður á Írum – Setja neyðarlög

Bresku Rúanda-lögin koma illa niður á Írum – Setja neyðarlög
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Þarf að sitja af sér fangelsisdóm í Noregi eftir afbrot á Ásbrú

Þarf að sitja af sér fangelsisdóm í Noregi eftir afbrot á Ásbrú
Fréttir
Í gær

Landlæknir í stríð við Persónuvernd og gerir alvarlegar athugasemdir við starfshættina

Landlæknir í stríð við Persónuvernd og gerir alvarlegar athugasemdir við starfshættina
Fréttir
Í gær

Jón Steinar studdi Arnar Þór en er búinn að skipta um skoðun

Jón Steinar studdi Arnar Þór en er búinn að skipta um skoðun
Fréttir
Í gær

Norska morðgátan sem leysist líklega aldrei – Hver skrifaði bréfið sem var í rauða stólnum?

Norska morðgátan sem leysist líklega aldrei – Hver skrifaði bréfið sem var í rauða stólnum?
Fréttir
Í gær

Biðla til fólks að hætta að koma með snáka á spítala – Tefur fyrir og hræðir starfsfólkið

Biðla til fólks að hætta að koma með snáka á spítala – Tefur fyrir og hræðir starfsfólkið