fbpx
Fimmtudagur 07.ágúst 2025
Fréttir

Agniezka útskýrir af hverju hún fer til læknis í Póllandi þrátt fyrir að búa á Íslandi

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 27. nóvember 2018 10:11

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þegar ég fer heim á sumrin og dvel lengur þá nota ég ferðina og fer til læknis í leiðinni en aðallega til tannlæknis, það er ódýrara þar þrátt fyrir að ég sé ekki lengur sjúkratryggð í Póllandi af því lögheimilið mitt er hérna.“

Þetta segir Agniezka Ryniec, ræstitæknir sem búsett er á Íslandi. Agniezka er félagi í Eflingu og segir sögu sína í tengslum við átakið Fólkið í Eflingu sem hefur verið áberandi undanfarnar vikur.

„Ég var að koma frá Póllandi, ég skrapp heim í viku að sinna mömmu sem er veik, ég tók út 10 daga desember orlofið mitt núna og sleppi því að fara heim um jólin, næsta ferð verður líklega ekki fyrr en næsta sumar. En auðvitað ef það er eitthvað mikið sem liggur við þá tala ég við yfirþernuna og fæ að skreppa,“ segir Agniezka sem starfar sem ræstiræknir eins og að framan greinir.

Fær 230 þúsund á mánuði hér á landi

„Við erum yfirleitt tíu konur hérna sem erum að þrífa herbergin, aðallega frá Víetnam, Thaílandi og Póllandi. Ég fæ í kringum 230 þúsund krónur í kaup fyrir þrifin þegar allt hefur verið dregið frá, ég mæti klukkan átta á morgnanna og fer heim klukkan hálf fimm, auka hálftíminn er hléið okkar, annars er þetta átta stunda vinnudagur. Ég vinn 3 daga, frí 2 og vinn 3, frí 2, vinn 4, frí 1, vinn 4, og frí 2 daga sem er fríhelgin á þriggja vikna fresti. Þetta gera samtals 22 eða 23 vinnudagar á mánuði. Mér líður vel í vinnunni, ég er almennt hamingjusöm, heilsan er góð og svo á ég góðan mann.“

Agniezka kemur frá Plock í Póllandi. Þar vann hún í eldhúsinu á veitingastað þangað til staðnum var lokað og hún stóð uppi án vinnu.

„Vinkona mín sem bjó hérna og vann á Grand Hótel sagði mér að koma til Íslands. Þetta var fyrir sex árum síðan og auðsótt fyrir mig að flytja mig hingað, þar sem ég var ekki bundin neinum. En hérna kynntist ég mínum manni, hann er bifvélavirki og hefur búið á Íslandi í 11 ár. Við fórum heim og giftum okkur í Póllandi þar sem synir mínir tveir og fjölskyldur þeirra búa. Annar sona minna er líka bifvélavirki og fer á milli, en atvinnuástandið er ekki gott í Póllandi, hann kemur hingað, býr hjá okkur og vinnur í nokkra mánuði á sama bifvélaverkstæði og maðurinn minn og fer svo aftur til Póllands í faðm fjölskyldu sinnar,“ segir hún og bætir við að það hafi verið gott að fara heim til Póllands á dögunum.

„Það var gott að fara heim núna, þótt þetta hafi bara verið skotferð, gott að hitta strákana mína og svo auðvitað mömmu, en þegar ég fer heim á sumrin og dvel lengur þá nota ég ferðina og fer til læknis í leiðinni en aðallega til tannlæknis, það er ódýrara þar þrátt fyrir að ég sé ekki lengur sjúkratryggð í Póllandi af því lögheimilið mitt er hérna.“

Sækja í auknum mæli til Póllands

Fjölmargir Íslendingar hafa á undanförnum misserum farið til Póllands til að leita sér læknisþjónustu. Fararheill sagði í sumar sögu Árna sem lét laga í sér tennurnar í Póllandi. Hann fékk tilboð í verkið hér heima sem hljóðaði upp á 1,4 milljónir króna en í Póllandi greiddi hann 372 þúsund krónur.

Fréttablaðið greindi svo frá því á dögunum að fólk hér á landi, ættað frá Póllandi, sækti þjónustu til Póllands í auknum mæli til að forðast bið á Íslandi. Þetta var mat Grazynu Maríu Okuniewsku, hjúkrunarfræðings sem flutti erindi á morgunverðarfundi Lyfjastofnunar á dögunum.

„Það býr engin rannsókn að baki ályktunum mínum heldur byggja þær á minni reynslu og frásögnum fólks sem ég þekki. Þetta virðist ekki vera í stórum stíl en það eru þó margir sem nota heilbrigðiskerfið úti,“ sagði hún.

Grazyna nefndi fleiri ástæður en verð, tungumálið spilar inn í en einnig sú staðreynd að auðveldara virðist vera að komast að hjá lækni Póllandi. „Hér er víða langur biðtími eftir þjónustu. Ég þekki persónulega dæmi um einstaklinga sem höfðu beðið meira en þrjá mánuði eftir meðferð hér. Það tók nokkra daga að fá tíma í rannsókn með sérfræðingi í Póllandi,“ hafði Fréttablaðið eftir Grazynu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Vallarstjórinn í Þorlákshöfn ómyrkur í máli eftir atvik í gær – „Engin tilraun var gerð til að kanna eða spyrja um ástand starfsmannsins“

Vallarstjórinn í Þorlákshöfn ómyrkur í máli eftir atvik í gær – „Engin tilraun var gerð til að kanna eða spyrja um ástand starfsmannsins“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Bandaríski blaðamaðurinn fannst heill á húfi

Bandaríski blaðamaðurinn fannst heill á húfi
Fréttir
Í gær

Íris tók námslán árið 2011 sem hún er ekki byrjuð að borga – „Og hvar stendur það núna ef þið hélduð að BA-gráðu lánið mitt væri martröð?“

Íris tók námslán árið 2011 sem hún er ekki byrjuð að borga – „Og hvar stendur það núna ef þið hélduð að BA-gráðu lánið mitt væri martröð?“
Fréttir
Í gær

Þorvaldur segir líkur á öðru gosi: „Það væri þá í kringum jólin eða eitthvað svoleiðis“

Þorvaldur segir líkur á öðru gosi: „Það væri þá í kringum jólin eða eitthvað svoleiðis“
Fréttir
Í gær

Flóttamaður gagnrýnir flóttamenn – Íslendingar sagðir vera með fordóma ef útlendingi er hrósað fyrir að tala góða íslensku

Flóttamaður gagnrýnir flóttamenn – Íslendingar sagðir vera með fordóma ef útlendingi er hrósað fyrir að tala góða íslensku
Fréttir
Í gær

Eigendur brugghúss ósáttir við Kaleo og hafa engar skýringar fengið – „Við erum vonsvikin“

Eigendur brugghúss ósáttir við Kaleo og hafa engar skýringar fengið – „Við erum vonsvikin“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segja útlit fyrir að gosinu sé lokið

Segja útlit fyrir að gosinu sé lokið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bilun í Íslandsbanka – Vefur og app liggja niðri

Bilun í Íslandsbanka – Vefur og app liggja niðri