Nokkuð sterkur jarðskjálfti varð við Bláfjöll undir hádegið í dag. Þetta kemur fram í svohjóðandi fréttatilkynningu frá Veðurstofu Íslands:
„Kl 11:44 rétt fyrir hádegi (24.nóv) varð skjálfti af stærð 3.3 um 4 km norður af Bláfjallaskála. Tilkynningar hafa borist Veðurstofunni um að skjálftinn hafi fundist víðsvegar á höfuðborgarsvæðinu og í Hveragerði. Tveir eftirskjálftar fylgdu í kjölfarið. Þetta er virkt sprungusvæði og því þekkt jarðskjálftarsvæði.“