fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025
Fréttir

Réðst á lögreglubíl og beraði sig fyrir framan lögregluna

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 24. nóvember 2018 08:28

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Laust eftir klukkan ellefu í gærkvöld var karlmaður handtekinn í heimahúsi í Kópavogi þar sem hann var búinn að brjóta og bramla heima hjá sér. Var ekkert annað hægt að gera en að vista hann í fangageymslu þar til af honum rennur, samkvæmt dagbók lögreglunnar.

Afar mörg tilvik eru skráð í dagbókina um ölvun við akstur eða akstur undir áhrifum fíkniefna í gærkvöld og nótt. Meðal annars var ökumaður stöðvaður um eittleytið grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna og einnig fundust hjá honum ætluð fíkniefni sem lögreglan tók. Var hann látinn laus að lokinni blóðtöku.

Um þrjúleytið í nótt var karlmaður handtekinn í miðbænum eftir að hann réðst að lögreglubíl, beraði sig og fór ekki að fyrirmælum. Hann var vistaður í fangageymslu vegna málsins.

Á tólfta tímanum í gærkvöld var tilkynnt um rúðubrot í verslun í miðbænum. Ekki er vitað hvort eitthvað var tekið né hver var að verki.

Um hálftólfleytið var tilkynnt um ofurölvi konu í miðbænum og var komið sjúkralið á vettvang til að líta á hana. Ekki þótti ástæða til frekari afskipta en vinafólk hennar kom henni heim til sín.

Laust fyrir klukkan eitt var tilkynnt um geltandi hund í húsnæði í austurbænum. Hafði geltið verið í gangi í langan tíma. Ekki náðist í eiganda en tilkynnanda var bent á að hafa samband við Matvælastofnun vegna málsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vilhjálmur segir að þessi aðgerð geti lækkað vexti á Íslandi hratt – Hafa stjórnvöld kjarkinn?

Vilhjálmur segir að þessi aðgerð geti lækkað vexti á Íslandi hratt – Hafa stjórnvöld kjarkinn?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hlutfallslega miklu fleiri erlendir ríkisborgarar á Íslandi en öðrum Norðurlöndum

Hlutfallslega miklu fleiri erlendir ríkisborgarar á Íslandi en öðrum Norðurlöndum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Allt á suðupunkti eftir að Ísraelsmenn tilkynntu að þeir ætli að taka yfir Gaza

Allt á suðupunkti eftir að Ísraelsmenn tilkynntu að þeir ætli að taka yfir Gaza
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sérfræðingur veltir fyrir sér hvort þetta sé arftaki Pútíns

Sérfræðingur veltir fyrir sér hvort þetta sé arftaki Pútíns
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Íslenskir neytendur óskuðu eftir endurgreiðslu vegna flugs – Áttuðu sig síðan á þessum mistökum

Íslenskir neytendur óskuðu eftir endurgreiðslu vegna flugs – Áttuðu sig síðan á þessum mistökum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Lögreglan rifjar upp rán í Útvegsbanka árið 1975 – Einn ræningjanna létti á samvisku sinni í sumar

Lögreglan rifjar upp rán í Útvegsbanka árið 1975 – Einn ræningjanna létti á samvisku sinni í sumar
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Segir samráðsleysi við íbúa Ölfuss algjört – „Þögn er sama og samþykki“

Segir samráðsleysi við íbúa Ölfuss algjört – „Þögn er sama og samþykki“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ragnar segir fólk flykkjast í Reynisfjöru: „Þetta hefur alltaf verið svona þegar verður slys“

Ragnar segir fólk flykkjast í Reynisfjöru: „Þetta hefur alltaf verið svona þegar verður slys“