fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fókus

Löðurmannlegur froðusnakkur

Orðabanki Birtu

Margrét Gústavsdóttir
Laugardaginn 3. febrúar 2018 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Létt verk og löðurmannleg eru auðveld verk vegna þess að svokallað löðurmenni er annað lýsingarorð fyrir aumingja. Að lýsa einstaklingi sem löðurmenni er þó ekki mjög algengt heldur er þetta orð fremur notað yfir einhvers konar verknað.

Það þarf þó ekki endilega að vera líkamlegur verknaður, eins og að lyfta einhverju þungu, heldur getur löðurmannlegur verknaður einnig verið smásálarlegur, aumingjalegur og ámátlegur. Með öðrum orðum þá er löðurmenni lítilmenni, enda gerður úr löðri.

SAMHEITI

armlegur, armur, aumingjalegur, aumlegur, aumur, auvirðilegur, ámáttlegur, bágur, daufur, eymdarlegur, fátækur, greylegur,heilsutæpur, hraklegur, hrörlegur, lasinn, lélegur, linur, ómerkilegur, rolulegur, rýr, ræksnislegur, skitinn, veslaður, veslugur, ælegur

„Það er gamla æfintýrið, þú ætlaðir að ná valdi á heiminum og fórst í læríng til töframanns. Hann hefur kent þér tvær, þrjár þulur. Einn morgun biður hann þig að sækja vatn og fylla dyratunnuna meðan hann sé úti að biðjast beinínga. Það er löðurmannlegt starf að sækja vatn og þú kýst heldur að fara með þulu. Þú hefur yfir Þulu Eitt, og fatan fer sjálfkrafa á stað útí brunn. En þegar þú sérð að hún ætlar að halda áfram að sækja meira vatn eftir að tunnan er full, þá ferðu með þulu númer tvö til að stöðva hana; en það verður til þess eins að fatan hraðar sér enn meira og fyllir húsið. Í skelfíngu þinni ferðu með þriðju þulu, og þá fyrst tekur nú steininn úr.“

Halldór Laxness. Brekkukotsannáll, 34. kafli, síða 242

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 22 klukkutímum

Peter Andre gæti fengið sekt vegna þess að hann nefnir ekki dóttur sína – Íslendingar hafa rýmri rétt til að trassa að nefna börn

Peter Andre gæti fengið sekt vegna þess að hann nefnir ekki dóttur sína – Íslendingar hafa rýmri rétt til að trassa að nefna börn
Fókus
Í gær

Lítt þekkt ættartengsl: Sjónvarpskonan sem gustar af og foringi lögfræðinga

Lítt þekkt ættartengsl: Sjónvarpskonan sem gustar af og foringi lögfræðinga
Fókus
Fyrir 2 dögum

Lét sig hverfa ein og berfætt á Ítalíu – „Þegar ég skoða myndir af mér á þessum tíma þá sést alveg greinilega að ég er mjög veik“

Lét sig hverfa ein og berfætt á Ítalíu – „Þegar ég skoða myndir af mér á þessum tíma þá sést alveg greinilega að ég er mjög veik“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Nýr veruleiki blasir við Láru eftir aflimanir – „Stundum getur útlitið orðið of svart, stundum er ekki hægt að snúa til baka“

Nýr veruleiki blasir við Láru eftir aflimanir – „Stundum getur útlitið orðið of svart, stundum er ekki hægt að snúa til baka“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Diddy do it? – Rappari, athafnamaður eða Epstein rappsenunnar?

Diddy do it? – Rappari, athafnamaður eða Epstein rappsenunnar?
Fókus
Fyrir 4 dögum

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður