Dómur yfir Thomas Møller Olsen verður kveðinn upp í Landsrétti kl. 14 í dag.
Thomas var dæmdur í nítján ára fangelsi í héraðsdómi fyrir morðið á Birnu Brjánsdóttur í janúar 2017 og stórfellt fíkniefnalagabrot.
Hann hefur ávallt neitað sakargiftunum og áfrýjaði dómnum til Landsréttar. Aðalmeðferð fyrir Landsrétti fór fram í október. Thomas vísaði á skipsfélaga sinn á Polar Nanoq, Nikolaj Olsen, sér til varnar. Sagði Thomas það líklegt að Nikolaj hefði orðið henni að bana.
Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari, sagði á móti að enginn vafi væri á sekt Thomasar. Fór hún fram á að Landsréttur liti þess að þyngja refsingu hans þar sem hann hafi reynt að koma sök á annan.
Hanna Lára Helgadóttir, lögmaður foreldra Birnu, gerði 10,5 milljóna bótakröfu fyrir hönd hvors foreldris.