fbpx
Fimmtudagur 02.maí 2024
433Sport

Hörður þekktur fyrir að láta vel í sér heyra – ,,Ég fór kannski aðeins yfir strikið þarna“

Victor Pálsson
Þriðjudaginn 20. nóvember 2018 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hlaðvarpsþátturinn, 90 mínútur hefur hafið göngu sína en um er að ræða þátt sem Hörður Snævar Jónsson, ritstjóri 433.is stýrir.

Rætt verður um fótbolta við áhugaverða gesti í vetur, farið verður um víðan völl.

Næsti gestur þáttarins er Hörður Magnússon knattspyrnulýsandi og fyrrum landsliðsmaður í knattspyrnu.

Hörður er einn af okkar ástsælustu knattspyrnulýsendum en hann hóf það starf fyrir 18 árum síðan.

Hörður fékk þá tækifæri á að lýsa Copa America keppninni en þeir leikir eru spilaðir á nóttunni.

Það er þekkt að Hörður getur látið vel í sér heyra í beinni útsendingu en hann segir að þær tilfinningar séu alls ekki ýktar.

Eftir að knattspyrnuferlinum lauk þá tók hann að sér starf í fjölmiðlum og hefur ekki litið til baka.

,,Mitt sumarið 2000 þá byrja ég að lýsa Copa America á nóttunni. Ég hafði alltaf fylgst rosalega vel með fjölmiðlum,“ sagði Hörður.

,,Ég var oft að búa til fyrirsagnir á æfingum fyrir strákanna, Gumma Hilmars og félaga. Gummi er líka í þessum bransa. Það var furðulegt hversu eðlilegt þetta var, ég naut þess.“

Hörður segir að allt hafi farið af stað þegar hann lýsti leik Manchester City og Tottenham í enska bikarnum en þá var Árni Gautur Arason í marki City.

,,Það var þessi Manchester City – Tottenham leikur í bikarnum og Árni Gautur er að spila og Tottenham er 3-0 yfir og City snýr því við.“

,,Árni Gautur var í markinu og Þórhallur Gunnars var með Ísland í dag og hann vildi endilega nota lýsinguna mína og fá mig í viðtal og eitthvað svona.“

,,Lýsingin á HM, Portúgal gegn Suður-Kóreu þegar tveir eða þrír eru reknir útaf. Ég fór kannski aðeins yfir strikið þarna en það voru svona rispur.“

,,Ferillinn var búinn og ég var mjög ástríðufullur. Ég færði það bara yfir í lýsingarnar, það var ekki planað. Þetta kom bara í framhaldinu, hvort sem það var í íslenska boltanum eða enska boltanum. Þetta var bara inni í mér.“

Umræðan hefst eftir um 37 mínútur hér fyrir neðan.

Meira:
Einelti í garð Harðar fékk að ganga í mörg ár: Sonur Bjössa Bollu og Höddi Skinka – ,,Yrði kæft í fæðingu í dag“
Sopranos og KR mafían – ,,Vesturbærinn kom á okkur eins og flóðbylgja“
Höddi Magg svarar Benedikt Bóasi: Ósanngjörn, illa ígrunduð og algjörlega út úr kú
,,Hörður, enough is enough“ – Fékk aldrei tækifæri eftir liðspartý í Bermúda

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Rashford skorar utan vallar – Ný kærasta hans er fyrirsæta frá Kólumbíu

Rashford skorar utan vallar – Ný kærasta hans er fyrirsæta frá Kólumbíu
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Carragher fékk sér átta bjóra í vinnunni í gær – Tók svo stórkostlegt viðtal

Carragher fékk sér átta bjóra í vinnunni í gær – Tók svo stórkostlegt viðtal
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Komu öllum á óvart í vetur og tryggðu sér Meistaradeildarsæti – Voru í fallbaráttu í fyrra

Komu öllum á óvart í vetur og tryggðu sér Meistaradeildarsæti – Voru í fallbaráttu í fyrra
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Verða án 14 leikmanna í stórleiknum í kvöld

Verða án 14 leikmanna í stórleiknum í kvöld
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Sterklega orðaður við endurkomu til heimalandsins – Gæti kvatt úrvalsdeildina

Sterklega orðaður við endurkomu til heimalandsins – Gæti kvatt úrvalsdeildina
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Byrjunarliðin í stórleik kvöldsins – Lítið kemur á óvart

Byrjunarliðin í stórleik kvöldsins – Lítið kemur á óvart