fbpx
Sunnudagur 17.ágúst 2025
Fréttir

Vigfús – Fingur hans voru brotnir einn af öðrum af handrukkurum

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 12. nóvember 2018 07:16

Vigfús Bjarni Albertsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ný­lega las ég frá­sögn manns sem lýsti því þegar all­ir fing­ur hans voru brotn­ir; einn af öðrum. Þetta stóð í kveðju­bréf­inu, en sá sem það skrifaði var maður í vímu­efna­notk­un og með hugs­un­inni rök­studdi hann sig út úr líf­inu. Sú niðurstaða er auðvitað röng, en við verðum samt að hafa í huga að sá sem lést var veik­ur og þegar and­lát ber að hönd­um meg­um við aldrei gera grein­ar­mun á lík­am­leg­um og and­leg­um veik­ind­um.“

Þetta er haft eftir séra Vigfúsi Bjarna Albertssyni í Morgunblaðinu í dag í umfjöllun um fíkniefnavandann sem herjar á samfélagið.  Vigfús hefur jarðsungið fólk, sem hefur látist af völdum vímuefnanotkunar og veitt ættingjum þess stuðning og sáluhjálp.

Vigfús segir að segja megi að allt yfirstandandi ár hafi fíknisjúkdómar verið faraldur hér á landi. Tugir hafa látist og margir hafa fallið fyrir eigin hendi. Hann segir að aðstandendur hinna látnu þurfi mikinn stuðning og hjálp því oft þjaki sektarkennd fólk þótt hún sé ekki rökrétt.

Vigfús segist að undanförnu hafa kynnst ótrúlegum frásögnum fólks af þeirri miklu hörku sem handrukkarar beita. Í höndum slíks ofbeldisfólks megi fólk, sem er veikt af fíkn, sín ekki mikils.

„Í sam­töl­um mín­um við ungt fólk kem­ur oft fram leit eft­ir til­gangi og viður­kenn­ingu. Raun­ar á þetta við um fólk á öll­um aldri, hvarvetna á Vest­ur­lönd­um. Rót þessa vanda hlýt­ur að liggja í sam­fé­lags­gerðinni.“

Ef haft eftir séra Vigfúsi í umfjöllun Morgunblaðsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Íslensk kona kynntist draumaprinsinum á stefnumótaforriti – ChatGPT staðfesti að svik voru í tafli

Íslensk kona kynntist draumaprinsinum á stefnumótaforriti – ChatGPT staðfesti að svik voru í tafli
Fréttir
Í gær

Meintur níðingur á Múlaborg vel liðinn og sagður blíður við börn

Meintur níðingur á Múlaborg vel liðinn og sagður blíður við börn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Pris fagnar ársafmæli – Segja fjölskyldur spara tugi eða hundruði þúsunda árlega

Pris fagnar ársafmæli – Segja fjölskyldur spara tugi eða hundruði þúsunda árlega
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni

Leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Starfsmaður fiskvinnslufyrirtækis lagði fram kæru eftir að hafa verið sagt að mæta í vinnuna í vinnslustöðvun

Starfsmaður fiskvinnslufyrirtækis lagði fram kæru eftir að hafa verið sagt að mæta í vinnuna í vinnslustöðvun
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Stefán segir skemmdarfýsn hafa ráðið för í Tjarnargarðinum – „Það hefur þurft að hafa ansi mikið fyrir þessu“

Stefán segir skemmdarfýsn hafa ráðið för í Tjarnargarðinum – „Það hefur þurft að hafa ansi mikið fyrir þessu“