fbpx
Miðvikudagur 20.ágúst 2025
Fréttir

Óöld á Vatnsenda – Lögreglan bregst seint og illa við

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 8. nóvember 2018 06:12

Kort: GoogleMaps

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margir íbúar við Elliðavatn í Kópavogi eru allt annað en sáttir við ástandið sem ríkir á svæðinu og segja sumir að þar ríki óöld. Á svæðinu eru tugir yfirgefinna sumarbústaða sem hafi orðið fyrir kerfisbundnum skemmdarverkum undanfarið.

Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag. Þar segir að í bréfum sem tveir íbúar við Hólmaþing hafi sent bæjaryfirvöldum segi meðal annars:

„Það má segja að á svæðinu ríki óöld sem þarf að uppræta án tafar.“

Í bréfunum segir einnig að meðfram Elliðavatni séu tugir yfirgefinna sumarbústaða sem hafi fram að þessu verið nýttir til partýstands og sem leiksvæði barna.

„Nú á síðustu mánuðum virðist sem atferli hústökumanna hafi breyst til hins verra og skemmdir eru unnar á bústöðum á kerfisbundinn hátt. Gengið er á milli bústaða, eldur kveiktur, húsgögn og girðingar brotnar niður sem og rúður brotnar.“

Segir í bréfunum að sögn Fréttablaðsins.

Íbúar á svæðinu eru sagðir hafa óskað eftir aðstoð lögreglu í nokkur skipti en lögreglan hafi sinnt því seint og illa.

„Það má segja að á svæðinu ríki óöld sem þarf að uppræta án tafar. Svæðið er Kópavogi til skammar, slysahætta er gríðarleg og útivistarfólk óttast öryggi sitt á síðkvöldum.“

Segja bréfritararnir og fleiri taka undir sjónarmið þeirra og áhyggjur.

Fréttablaðið hefur eftir Sigríði Björg Tómasdóttur, almannatengli hjá Kópavogsbæ, að bærinn hafi reynt að fá landeiganda og leigutaka til að hreinsa svæðið. Nú verði boðað til samráðsfundar landeiganda, byggingarfulltrúa og heilbrigðiseftirlitsins þar sem mótaðar verði tillögu um úrbætur þar sem ljóst sé að úrbóta sé þörf á svæðinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Guðrún segir að slagkrafturinn í sleggju Kristrúnar sé enginn

Guðrún segir að slagkrafturinn í sleggju Kristrúnar sé enginn
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Stýrivextir haldast óbreyttir – Allir nefndarmenn studdu ákvörðunina

Stýrivextir haldast óbreyttir – Allir nefndarmenn studdu ákvörðunina
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Íris giftist plastpokakarli og sat í súpunni við skilnaðinn – „Ég heyri bara kommentin „Þú hefðir bara átt að velja þér betri mann““

Íris giftist plastpokakarli og sat í súpunni við skilnaðinn – „Ég heyri bara kommentin „Þú hefðir bara átt að velja þér betri mann““
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Tíðindin í Tekjublaðinu: Sigríður hæstlaunaðasti lobbýistinn og óvæntur bankastarfsmaður sló bankastjórum við

Tíðindin í Tekjublaðinu: Sigríður hæstlaunaðasti lobbýistinn og óvæntur bankastarfsmaður sló bankastjórum við
Fréttir
Í gær

Heiðrún segir fólki að anda rólega: „Merkilegt að sjá hve mörgu hefur verið haldið fram í fjölmiðlum sem stenst ekki skoðun“

Heiðrún segir fólki að anda rólega: „Merkilegt að sjá hve mörgu hefur verið haldið fram í fjölmiðlum sem stenst ekki skoðun“
Fréttir
Í gær

Ásgerður sendir neyðarkall: „Það rignir yfir mig tölvupóstum“

Ásgerður sendir neyðarkall: „Það rignir yfir mig tölvupóstum“