fbpx
Miðvikudagur 20.ágúst 2025
Fréttir

Skúli Mogensen: „Síðustu 72 klukkustundir hafa verið þær erfiðustu í lífi mínu“

Auður Ösp
Þriðjudaginn 6. nóvember 2018 14:07

Skúli Mogensen

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Síðustu 72 klukkustundir hafa verið þær erfiðustu í lífi mínu, þar sem ég þurfti að skera úr um framtíð WOW air á krefjandi tímum.“

Þannig hefst yfirlýsing sem Skúli Mogensen forstjóri WOW air ritar á ensku og birtir á facebooksíðu sinni í kjölfar fregna af yfirtöku Icelandair Group á WOW air flugfélaginu.

„Þegar allt kemur til alls, þá stend ég í þeirri trú að við höfum tekið rétta ákvörðun með því að tryggja framtíð WOW air sem dótturfélag Icelandair Group,“

segir Skúli jafnframt.Hann kveðst jafnframt fullviss um að reynsla beggja flugfélaganna muni styðja við endurbætur og frekari uppbyggingu á öflugu alþjóðaflugfélagi sem muni þrífast í samkeppnisumhverfi flugrekstrarmarkaðarins.

„Ég er einstaklega stoltur af starfsfólki okkar og því sem við höfum áorkað síðastliðin sjör ár. Við höfum hvað eftir annað sigrað þyngdaraflið með því að vera fremst í flokki lággjaldaflugfélaga og keppa við stærstu og bestu flugfélög í heiminum,“

ritar Skúli jafnframt um leið og hann þakkar fyrir  hlý orð og stuðning.

„Ég mun halda áfram að gera mitt besta fyrir farþega og starfsfólk okkar.“

https://www.facebook.com/skuli.mogensen/posts/10161088873480204

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Guðrún segir að slagkrafturinn í sleggju Kristrúnar sé enginn

Guðrún segir að slagkrafturinn í sleggju Kristrúnar sé enginn
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Stýrivextir haldast óbreyttir – Allir nefndarmenn studdu ákvörðunina

Stýrivextir haldast óbreyttir – Allir nefndarmenn studdu ákvörðunina
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Íris giftist plastpokakarli og sat í súpunni við skilnaðinn – „Ég heyri bara kommentin „Þú hefðir bara átt að velja þér betri mann““

Íris giftist plastpokakarli og sat í súpunni við skilnaðinn – „Ég heyri bara kommentin „Þú hefðir bara átt að velja þér betri mann““
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Tíðindin í Tekjublaðinu: Sigríður hæstlaunaðasti lobbýistinn og óvæntur bankastarfsmaður sló bankastjórum við

Tíðindin í Tekjublaðinu: Sigríður hæstlaunaðasti lobbýistinn og óvæntur bankastarfsmaður sló bankastjórum við
Fréttir
Í gær

Heiðrún segir fólki að anda rólega: „Merkilegt að sjá hve mörgu hefur verið haldið fram í fjölmiðlum sem stenst ekki skoðun“

Heiðrún segir fólki að anda rólega: „Merkilegt að sjá hve mörgu hefur verið haldið fram í fjölmiðlum sem stenst ekki skoðun“
Fréttir
Í gær

Ásgerður sendir neyðarkall: „Það rignir yfir mig tölvupóstum“

Ásgerður sendir neyðarkall: „Það rignir yfir mig tölvupóstum“