KSÍ hafa ekki borist margar formlegar umsóknir um starf yfirmanns knattspyrnumála sem er nú auglýst.
Hægt er að sækja um starfið til 15 nóvember en starfið er nýtt og var stærsta kosningaloforð, Guðna Bergssonar þegar hann var kjörinn formaður KSÍ.
,,Málið er bara í vinnslu, það er kannski ekki mikið af formlegum umsóknum. Það eru margar fyrirspurnir búnar að koma, umsóknafrestur er auðvitað til 15 nóvember,“ sagði Klara Bjartmarz, framkvæmdarstjóri KSÍ.
Margir hafa verið orðaðir við starfið en ljóst er að starfið gæti verið spennandi fyrir marga.
Meira:
Guðna tókst að berja sitt stærsta loforð í gegn – Hver er hæfastur í starfið?