fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
433Sport

Guðna tókst að berja sitt stærsta loforð í gegn – Hver er hæfastur í starfið?

Hörður Snævar Jónsson
Laugardaginn 3. nóvember 2018 07:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

KSÍ leitar nú að yfirmanni knattspyrnumála, starfið er nú auglýst laust til umsóknar og hefur KSÍ útlistað hvaða kosti sá einstaklingur þurfi að hafa. Um er að ræða langstærsta loforð Guðna Bergssonar, formanns KSÍ. Hann var kjörinn formaður í febrúar árið 2017 og talaði um að herbúðir KSÍ þyrftu að hafa yfirmann knattspyrnumála innan sinna raða. Guðni hefur síðan þá, ásamt stjórn KSÍ, verið að móta starfið. Yfirmaður knattspyrnumála á að hafa umsjón með yngri landsliðum og reyna að samrýma vinnubrögð þeirra. Hann á að vinna fyrir félögin í landinu og reyna að miðla af þekkingu sem þar er að finna. Margir koma til greina, en hverjir gætu sótt um starfið? Hér í þessari grein eru nokkrir kostir skoðaðir auk þess sem farið er yfir kröfurnar sem Guðni Bergsson gerir til umsækjenda.

Rúnar Kristinsson

Nafnið sem hefur hvað oftast verið mátað við starfið og Rúnar hefði margt til brunns að bera miðað við starfslýsingu KSÍ. Rúnar er hins vegar byrjaður að undirbúa næsta tímabil með KR og hefur nánast útilokað að fara í þetta starf. Rúnar hefur mikla reynslu úr landsliðum, þekkir hinn stóra heim fótboltans og hefur náð flottum árangri í þjálfun.


Arnar Grétarsson
Margt gefur til kynna að Arnar væri rétti maðurinn í starfið. Hann hefur starfað sem yfirmaður knattspyrnumála hjá stórum félögum í Evrópu og var á dögunum boðið slíkt starf en hafnaði tilboðinu. Arnar hefur þjálfað og með góðum árangri í Kópavogi. Er án starfs í fótboltanum, þekkir að vinna með ungum leikmönnum og gæti reynst KSÍ vel.


Sigurður Ragnar Eyjólfsson
Sigurður Ragnar þekkir innra starf KSÍ. Þar vann hann í fræðsludeild auk þess að byggja upp besta kvennalandslið sögunnar sem þjálfari. Sigurður hefur aflað sér reynslu síðan þá, hann hefur þjálfað ÍBV í Pepsi-deild karla. Hann fór til Noregs og starfaði hjá Lilleström og eyddi síðan tveimur árum í Kína. Sigurður hefur reynslu og menntunina sem KSÍ sækist eftir.


Arnar Bill Gunnarsson
Arnar hefur víðtæka reynslu, einn færasti þjálfari með börn sem Íslendingar hafa séð, hefur reynslu af meistaraflokksþjálfun og þekkir starf landsliða KSÍ afar vel eftir starf sitt innan sambandsins síðustu ár. Hann hefur starfað í kringum landslið okkar og gæti því talist góður kostur.


Magni Fannberg Magnússon
Magni var lengi vel þjálfari hér á Íslandi, gat sér gott orð í yngri flokkum HK og reyndi einnig fyrir sér í meistaraflokkum. Magni hefur síðan þá starfað í Svíþjóð og Noregi, fyrst hjá Brommapojkarna, þar sem hann var í yngri flokkum félagsins auk þess að vinna í stefnumótun félagsins, og síðan sem þróunarstjóri hjá Brann í Noregi, þar hefur hann unnið gott starf. Hjá Brann hefur hann búið til rauðan þráð í gegnum yngri flokka starf.


Arnar Viðarsson
Arnar hefur reynslu úr að þjálfa unglinga- og meistaraflokk í Lokeren og góða reynslu úr landsliði. Arnar hefur unnið vel í Belgíu, sagt er að fjölskyldan vilji vera í Belgíu en samgöngur þangað eru greiðar og það ætti ekki að standa í vegi fyrir honum. Arnar gæti verið góður kostur til að sameina öll landslið og starfið í kringum það.


Ólafur Kristjánsson
Ólafur er einn af okkar hæfari þjálfurum, vel menntaður og víðlesinn. Hann hefur reynslu í þjálfun hér heima sem og á erlendri grund. Hefur sannað sig með unga leikmenn í þjálfun og gæti haft gott auga þegar kemur að þjálfun yngri landsliða. Ólafur mætir þeim kröfum sem KSÍ setur en ekki er víst að hann vilji yfirgefa FH með ókláruð verkefni.

Yfirmaður knattspyrnumála:
• Yfirmanni knattspyrnumála ber að efla faglegt starf KSÍ á knattspyrnusviði sambandsins og heyrir undir framkvæmdastjóra.
• Ábyrgur fyrir samræmingu og framþróun á vinnubrögðum við þjálfun landsliða og ber að sjá til þess að sú þekking sem er innan KSÍ nýtist íslenskri knattspyrnu sem best.
• Vinnur að því að efla faglega þekkingu og framþróun á knattspyrnusviði sambandsins þannig að sviðið standist alþjóðlegan samanburð. Umsjón og eftirfylgni með markmiðasetningu því tengdu og vinnur að nýrri afreksstefnu sambandsins.
• Yfirumsjón með samskiptum við aðildarfélög sambandsins og yfirþjálfara þeirra þegar kemur að eflingu og stuðningi við þeirra faglega starf.
• Starfar með landsliðsnefndum, fræðslunefnd og mótanefnd KSÍ ásamt öðrum fastanefndum eftir atvikum.
• Tengiliður við erlend knattspyrnufélög og önnur knattspyrnusambönd ásamt UEFA og FIFA.
• Fræðsludeild innan handar við skipulagningu viðburða og útgáfu fræðsluefnis í nafni KSÍ.
• Aðkoma að áætlanagerð og skipulagningu við rekstur landsliðanna ásamt ráðningu þjálfara KSÍ.

Hæfiskröfur:
UEFA A-gráða skilyrði, UEFA Pro æskileg.
Hæfni í mannlegum samskiptum
Reynsla af þjálfun og/eða stjórnun
Leiðtogahæfileikar
Góð þekking á íslenskri knattspyrnu
Góð tölvukunnátta nauðsynleg
Góð tungumálakunnátta

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Sancho klár í að snúa aftur til United ef þetta gerist

Sancho klár í að snúa aftur til United ef þetta gerist
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Rúnari hrósað í hástert – „Hefur heillað mann“

Rúnari hrósað í hástert – „Hefur heillað mann“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Óli Kristjáns ræðir spána – „Það tekur tíma að púsla þessu saman“

Óli Kristjáns ræðir spána – „Það tekur tíma að púsla þessu saman“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Er efstur á óskalista Manchester United fyrir sumarið

Er efstur á óskalista Manchester United fyrir sumarið
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Uppljóstrar óvæntri reglu sem ofurparið er með heima fyrir

Uppljóstrar óvæntri reglu sem ofurparið er með heima fyrir
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Kallar eftir breytingum eftir galna ákvörðun um helgina – „Bara til að koma í veg fyrir allra mesta bullið“

Kallar eftir breytingum eftir galna ákvörðun um helgina – „Bara til að koma í veg fyrir allra mesta bullið“