fbpx
Fimmtudagur 21.ágúst 2025
Fréttir

Egill óttast að fargjöld hækki og framboð minnki með kaupum Icelandair á Wow

Ritstjórn DV
Mánudaginn 5. nóvember 2018 13:03

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það getur varla farið öðruvísi en að fargjöldin hækki og framboðið minnki, sýnist manni,“ segir Egill Helgason fjölmiðlamaður í pistil sínum á Eyjunni um kaup Icelandair á WOW air.

Egill segir að þetta séu væntanlega góð tíðindi fyrir íslenska ferðaþjónustu en ekki endilega jafn góð tíðindi fyrir íslenska neytendur.

„Samkvæmt því sem ég kemst næst hafa Icelandair og Wow verið í samkeppni á eftirtöldum flugleiðum. Þarna eru náttúrlega þær fjölförnustu, bæði austan hafs og vestan, en innan um leiðir þar sem færra fólk ferðast,“ segir Egill sem telur upp flugleiðirnar:

Amsterdam, Berlín, Boston, Brussel, Chicago, Cleveland. Dallas, Dublin, Dusseldorf, Frankfurt, Kaupmannahöfn, London, Montreal, Mílanó, New York, Orlando, París, San Franscisco, Stokkhólmur Toront, Vancouver, Washington.

Hann segir að líklega sé WOW forðað frá þroti með þessu.

„Staðan hefur greinilega verið býsna vonlaus þrátt fyrir skuldabréfaútboðið. Það er gott á sinn hátt. Hefði verið mikið áfall ef starfsemin hefði einfaldlega stöðvast. Það hefði verið mikið áfall fyrir íslenska ferðaþjónustu. En frá samkeppnissjónarmiði virka þetta eins og vondar fréttir – að minnsta kosti fyrir íslenska neytendur,“ segir Egill sem segir að þetta geti varla farið öðruvísi en að fargjöld hækki og framboð minnki.

„Spurning hvaða áhrif verða á ferðamannastrauminn til Íslands, hvort hægt verði halda uppi sætaframboðinu og verðum sem eru samkeppnishæf alþjóðlega?

Icelandair hefur þá enga samkeppni frá íslensku flugfélagi – þótt vissulega keppi það við erlend félög eins og Easy Jet og Norwegian á vissum leiðum. Það er svolítið eins og að fara mörg ár aftur í tímann.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

RÚV mátti ekki auglýsa Rás 2 á undan Áramótaskaupinu

RÚV mátti ekki auglýsa Rás 2 á undan Áramótaskaupinu
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Björn Ingi segir átök vera fram undan: „Tekist er á um þessi mál að tjaldabaki þessa dagana“

Björn Ingi segir átök vera fram undan: „Tekist er á um þessi mál að tjaldabaki þessa dagana“
Fréttir
Í gær

Andri Snær klórar sér í kollinum yfir nýju göngubrúnni: „Hún virðist líka eiga að vera svona“

Andri Snær klórar sér í kollinum yfir nýju göngubrúnni: „Hún virðist líka eiga að vera svona“
Fréttir
Í gær

Menn á sjötugsaldri ákærðir fyrir stórfellt fíkniefnasmygl – Fluttu kókaín í pottum með Norrænu

Menn á sjötugsaldri ákærðir fyrir stórfellt fíkniefnasmygl – Fluttu kókaín í pottum með Norrænu