fbpx
Fimmtudagur 21.ágúst 2025
Fréttir

Starfsmenn PCC handteknir eftir slagsmál

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 4. nóvember 2018 13:42

Ljósmynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveir starfsmenn PCC á Bakka við Húsavík slógust í húsakynnum fyrirtækisins í gær. Voru þeir svo illa leiknir eftir átökin að þeir voru fluttir með tveimur sjúkrabílum á Sjúkrahús Akureyrar. Báðir voru handteknir eftir aðhlynningu á sjúkrahúsinu og eru þeir grunaðir um hættulega líkamsárás hvor á annan.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Lögreglunni á Norðurlandi Eystra. Þar segir einnig frá annarri líkasmárás sem átti sér stað við útibú Arion banka á Geislagötu á Akureyri. Þar var hnífi beitt í átökum tveggja manna. „Vitni urðu að atburðinum og kölluðu til lögreglu. Gerandinn yfirgaf vettvang áður en lögreglan kom, en var handtekinn skömmu síðar. Þolandi árásarinnar var fluttur á Sjúkrahús Akureyrar þar sem hann fór í aðgerð í gærkvöldi. Hann er ekki talinn í lífshættu, en málið er rannsakað sem tilraun til manndráps þar sem verknaðaraðferðin sem beitt var gefur tilefni til þess,“ segir í tilkynningunni.

Sjá nánar hér

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

RÚV mátti ekki auglýsa Rás 2 á undan Áramótaskaupinu

RÚV mátti ekki auglýsa Rás 2 á undan Áramótaskaupinu
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Björn Ingi segir átök vera fram undan: „Tekist er á um þessi mál að tjaldabaki þessa dagana“

Björn Ingi segir átök vera fram undan: „Tekist er á um þessi mál að tjaldabaki þessa dagana“
Fréttir
Í gær

Andri Snær klórar sér í kollinum yfir nýju göngubrúnni: „Hún virðist líka eiga að vera svona“

Andri Snær klórar sér í kollinum yfir nýju göngubrúnni: „Hún virðist líka eiga að vera svona“
Fréttir
Í gær

Menn á sjötugsaldri ákærðir fyrir stórfellt fíkniefnasmygl – Fluttu kókaín í pottum með Norrænu

Menn á sjötugsaldri ákærðir fyrir stórfellt fíkniefnasmygl – Fluttu kókaín í pottum með Norrænu