fbpx
Fimmtudagur 21.ágúst 2025
Fréttir

Jakkaþjófur handtekinn – alvarleg líkamsárás í Hafnarfirði

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 4. nóvember 2018 07:53

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Um níuleytið í gærkvöld var tilkynnt til lögreglu um þjófnað á jakka frá gesti á veitingahúsi, erlendum ferðamanna. Átti þetta sér stað á veitingahúsi í miðbænum. Laust fyrir klukkan hálftvö tilkynnir síðan starfsfólk að meintur þjófur sé kominn aftur á veitingahúsið. Var hann handtekinn skömmu síðar. Reyndist hann vera með umræddan jakka í fórum sínum en munir voru horfnir úr jakkanum. Maðurinn var vistaður fyrir rannsókn málsins í fangageymslu lögreglu.

Þetta kemur fram í dagbók lögreglu. Þar segir einnig frá því að laust eftir klukkan þrjú í nótt leitaði maður sér aðstoðar á Slysadeild eftir tilefnislausa líkamsárás í Austurstræti. Maðurinn er meðal annars með brotna tönn en ekki er vitað um gerendur.

Klukkan ellefu í gærkvöld tilkynnti ungur maður líkamsárás í Hafnarfirði. Maðurinn var sleginn ítrekað í andlitið og brotin rúða í bíl hans. Árásarþoli þekkti gerendur.

Allmörg tilvik voru í nótt um akstur undir áhrifum áfengis og fíkniefna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

RÚV mátti ekki auglýsa Rás 2 á undan Áramótaskaupinu

RÚV mátti ekki auglýsa Rás 2 á undan Áramótaskaupinu
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Björn Ingi segir átök vera fram undan: „Tekist er á um þessi mál að tjaldabaki þessa dagana“

Björn Ingi segir átök vera fram undan: „Tekist er á um þessi mál að tjaldabaki þessa dagana“
Fréttir
Í gær

Andri Snær klórar sér í kollinum yfir nýju göngubrúnni: „Hún virðist líka eiga að vera svona“

Andri Snær klórar sér í kollinum yfir nýju göngubrúnni: „Hún virðist líka eiga að vera svona“
Fréttir
Í gær

Menn á sjötugsaldri ákærðir fyrir stórfellt fíkniefnasmygl – Fluttu kókaín í pottum með Norrænu

Menn á sjötugsaldri ákærðir fyrir stórfellt fíkniefnasmygl – Fluttu kókaín í pottum með Norrænu