fbpx
Fimmtudagur 21.ágúst 2025
Fréttir

Birgir segir sig úr stjórn FA vegna sakamáls – Ólafur Stephensen segir ákvörðunina eðlilega

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 3. nóvember 2018 14:12

Birgir S. Bjarnason. Mynd; Youtube-skjáskot

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég vil taka fram að þetta er ákvörðun Birgis sjálf og við teljum hana eðlilega í ljósi aðstæðna,“ segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Birgir S. Bjarnason, fyrrverandi formaður Félags atvinnurekenda, hefur verið ákærður af hálfu Héraðssaksóknara fyrir að standa ekki skil á vörslusköttum upp á tæpar 25 milljónir króna. Varðar þetta rekstur fyrirtækis hans, Íslensku umboðssölunnar, en Birgir skilaði ekki staðgreiðslu launa starfsmanna fyrirtækisins sem hann hélt eftir, yfir um tveggja og hálfs árs tímabil. Greint frá frá ákærunni í frétt DV í gær.

„Birgir hefur vikið sæti og sagt sig frá störfum í stjórn FA á meðan þetta mál er fyrir dómsólum,“ segir Ólafur. Birgir er þó formlega í stjórn ennþá en víkur sæti tímabundið.

„Ég vil ekkert tjá mig um þetta mál, ég tjái mig bara í réttarsalnum og þá kemur þetta allt í ljós,“ sagði Birgir í stuttu samtali við DV í gær. Þar var ranglega greint frá því að Birgir hafi verið framkvæmdastjóri félagsins áður en hann tók við formennsku og er beðist velvirðingar á því. Birgir var formaður FA frá 2013 til 2017. Eftir það hefur hann setið í stjórn félagsins en hefur núna vikið sæti vegna þessa dómsmáls.

Birgir situr hins vegar í stjórn Símans.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

RÚV mátti ekki auglýsa Rás 2 á undan Áramótaskaupinu

RÚV mátti ekki auglýsa Rás 2 á undan Áramótaskaupinu
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Björn Ingi segir átök vera fram undan: „Tekist er á um þessi mál að tjaldabaki þessa dagana“

Björn Ingi segir átök vera fram undan: „Tekist er á um þessi mál að tjaldabaki þessa dagana“
Fréttir
Í gær

Andri Snær klórar sér í kollinum yfir nýju göngubrúnni: „Hún virðist líka eiga að vera svona“

Andri Snær klórar sér í kollinum yfir nýju göngubrúnni: „Hún virðist líka eiga að vera svona“
Fréttir
Í gær

Menn á sjötugsaldri ákærðir fyrir stórfellt fíkniefnasmygl – Fluttu kókaín í pottum með Norrænu

Menn á sjötugsaldri ákærðir fyrir stórfellt fíkniefnasmygl – Fluttu kókaín í pottum með Norrænu