fbpx
Fimmtudagur 21.ágúst 2025
Fréttir

Sérsveitin handtók vopnað par – Ógnandi framkoma

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 3. nóvember 2018 13:36

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sérsveit lögreglunnar handtók par í morgun vegna vopnaburðar við Stangarhyl í Ártúnsholti. Maðurinn hafði áður hleypt af einu skoti úr byssu sinni. Í tilkynningu frá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir:

„Karlmaður og kona eru í haldi Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í þágu rannsóknar hennar á vopnaburði í Stangarhyl í Ártúnsholti í Reykjavík klukkan rúmlega hálfellefu í morgun. Þá barst tilkynning um ógnandi mann með skotvopn á fyrrnefndum stað, en vitni fullyrða að einu skoti hafi verið hleypt af. Ekki er talið að vopninu hafi þá verið beint að fólki. Með fylgdi lýsing á manni og konu, meintum gerendum, og ökutæki sem þau voru á. Fólkið var svo handtekið annars staðar í borginni, eða í Skipholti, á tólfta tímanum og bíður það nú yfirheyrslu. Við handtökurnar naut Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu aðstoðar sérsveitar ríkislögreglustjóra.“

Bíll sem parið var á var haldlagt sem og vopnið en það reyndist vera loftbyssa. Parið er í haldi lögreglu.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

RÚV mátti ekki auglýsa Rás 2 á undan Áramótaskaupinu

RÚV mátti ekki auglýsa Rás 2 á undan Áramótaskaupinu
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Björn Ingi segir átök vera fram undan: „Tekist er á um þessi mál að tjaldabaki þessa dagana“

Björn Ingi segir átök vera fram undan: „Tekist er á um þessi mál að tjaldabaki þessa dagana“
Fréttir
Í gær

Andri Snær klórar sér í kollinum yfir nýju göngubrúnni: „Hún virðist líka eiga að vera svona“

Andri Snær klórar sér í kollinum yfir nýju göngubrúnni: „Hún virðist líka eiga að vera svona“
Fréttir
Í gær

Menn á sjötugsaldri ákærðir fyrir stórfellt fíkniefnasmygl – Fluttu kókaín í pottum með Norrænu

Menn á sjötugsaldri ákærðir fyrir stórfellt fíkniefnasmygl – Fluttu kókaín í pottum með Norrænu