Héraðssaksóknari hefur gefið út ákæru á 45 ára gamla konu, Ástu Mörtu Róbertsdóttur, fyrir að hafa ráðist á lögreglumann, slegið hann og klórað. Atvikið átti sér stað á lögreglustöðinni við Hverfisgötu fyrir ári síðan. Lögreglumaðurinn „hlaut tvö grunn skrapsár í efsta lagi húðar á andliti,“ segir í ákæru Héraðssaksóknara.
Þess er krafist að Ásta verði dæmd til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar.