Héraðssaksóknari hefur gefið út ákæru á Svein Tómasson, sem er 38 ára gamall Vestmannaeyingur en býr í Reykjavík, þar sem honum er gefið að sök að hafa sparkað í höfuð lögreglumanns þegar Sveinn var handtekinn að heimili sínu að Sæviðarsundi í Reykjavík. Atvikið átti sér stað þann 16. nóvember árið 2017. Lögreglumaðurinn hlaut við þetta grunnt sár og yfirborðsáverka, að því er kemur fram í ákæru frá Héraðssaksóknara sem DV hefur undir höndum.
Þess er krafist að Sveinn verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar.