fbpx
Fimmtudagur 21.ágúst 2025
Fréttir

Vopnuð kona handtekin í nótt

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 3. nóvember 2018 08:13

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Umferðaróhapp var á gatnamótum Kleppsvegar og Dalbrautar um kvöldmatarleytið í gær. Þrír bílar lentu í árekstrinum og eru tveir bílar ekki ökuhæfir eftir óhappið. Fjórar manneskjur leituðu aðstoðar á Slysadeild eftir atvikið og er ekki vitað um alvarleika meiðsla þeirra.

Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar. Það segir einnig lauslega frá því að líkamsárás hafi átt sér stað við veitingahús í miðbæ Reykjavíkur laust fyrir klukkan tvö í nótt. Urðu átök milli dyravarða og gesta.

Klukkan tvö í nótt var ofurölvi maður handtekinn þar sem hann var til vandræða á sjúkrastofnun. Maðurinn var vistaður sökum ástands síns í fangageymslu lögreglu.

Klukkan hálfþrjú í nótt var tilkynnt um mann sem öryggisverðir héldu föstum tökum í miðbænum. Var maðurinn grunaður um eignaspjöll, þ.e. að hafa brotið rúðu í bíl.

Á fimmta tímanum í nótt var ung kona í annarlegu ástandi handtekin í miðbænum. Konan er grunuð um vörslu fíkniefna, þjófnað og brot á vopnalögum. Konan var vistuð fyrir rannsókn málsins í fangageymslu lögreglu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

RÚV mátti ekki auglýsa Rás 2 á undan Áramótaskaupinu

RÚV mátti ekki auglýsa Rás 2 á undan Áramótaskaupinu
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Björn Ingi segir átök vera fram undan: „Tekist er á um þessi mál að tjaldabaki þessa dagana“

Björn Ingi segir átök vera fram undan: „Tekist er á um þessi mál að tjaldabaki þessa dagana“
Fréttir
Í gær

Andri Snær klórar sér í kollinum yfir nýju göngubrúnni: „Hún virðist líka eiga að vera svona“

Andri Snær klórar sér í kollinum yfir nýju göngubrúnni: „Hún virðist líka eiga að vera svona“
Fréttir
Í gær

Menn á sjötugsaldri ákærðir fyrir stórfellt fíkniefnasmygl – Fluttu kókaín í pottum með Norrænu

Menn á sjötugsaldri ákærðir fyrir stórfellt fíkniefnasmygl – Fluttu kókaín í pottum með Norrænu