Bílvelta varð rétt í þessu á gagnamótum Njarðargötu og Hringbrautar í Reykjavík.
Sjónarvottur náði þessari mynd af atvikinu.
Lögregla og sjúkralið eru á vettvangi.
Um var að ræða árekstur þriggja bíla og valt ein þeirra við áreksturinn. Einn einstaklingur úr þeirri bifreið var fluttur með sjúkrabíl á Landspítalann til aðhlynningar. Aðrir sex sem í hinum bílunum voru sluppu ómeiddir frá árekstrinum.