fbpx
Fimmtudagur 21.ágúst 2025
Fréttir

Tvær manneskjur létust í brunanum á Selfossi

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 1. nóvember 2018 09:23

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tvær manneskjur létust í brunanum sem varð á Kirkjuvegi á Selfossi í gær. Þetta staðfestir Pétur Pétursson, slökkviliðsstjóri Brunavarna Árnessýslu, í samtali við DV. Mikill eldur kom upp í húsinu, sem er einbýlishús, síðdegis í gær.

Karl og kona voru handtekin í kjölfar brunans en ekki reyndist unnt að yfirheyra þau í gærkvöldi sökum ástands. Húsið sem brann er gamalt, hæð og ris og einangrað með frauðplasti að hluta. Í tilkynningu frá lögreglu í gærkvöldi kom fram að talið væri að karlmaður og kona sem voru á efri hæðinni þegar bruninn kom upp hefðu látist. Það hefur nú verið staðfest, að sögn Péturs.

Pétur sagði við DV í morgun að vettvangurinn hafi formlega verið afhentur lögreglu. Enn er þó mannskapur frá Brunavörnum Árnessýslu á vettvangi því enn eru að koma upp glæður í húsinu. Þá segir Pétur að fari þurfi varlega á vettvangi til að vernda rannsóknarhagsmuni.

Lögregla og tæknideild lögreglu eru að hefja vinnu á vettvangi, en í tilkynningu frá lögreglu í morgun kemur fram að byrjað verður á því að tryggja milligólf vegna hrunhættu. Skýrslutökur af þeim sem handteknir voru í gær munu fara fram í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Gæsluvarðhald framlengt yfir grunuðum kynferðisbrotamanni á Múlaborg

Gæsluvarðhald framlengt yfir grunuðum kynferðisbrotamanni á Múlaborg
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Tölurnar koma ekki vel út fyrir Ísland – „Gengur ekki svona“

Tölurnar koma ekki vel út fyrir Ísland – „Gengur ekki svona“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

RÚV mátti ekki auglýsa Rás 2 á undan Áramótaskaupinu

RÚV mátti ekki auglýsa Rás 2 á undan Áramótaskaupinu
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Björn Ingi segir átök vera fram undan: „Tekist er á um þessi mál að tjaldabaki þessa dagana“

Björn Ingi segir átök vera fram undan: „Tekist er á um þessi mál að tjaldabaki þessa dagana“
Fréttir
Í gær

Íris giftist plastpokakarli og sat í súpunni við skilnaðinn – „Ég heyri bara kommentin „Þú hefðir bara átt að velja þér betri mann““

Íris giftist plastpokakarli og sat í súpunni við skilnaðinn – „Ég heyri bara kommentin „Þú hefðir bara átt að velja þér betri mann““
Fréttir
Í gær

Tíðindin í Tekjublaðinu: Sigríður hæstlaunaðasti lobbýistinn og óvæntur bankastarfsmaður sló bankastjórum við

Tíðindin í Tekjublaðinu: Sigríður hæstlaunaðasti lobbýistinn og óvæntur bankastarfsmaður sló bankastjórum við
Fréttir
Í gær

Andri Snær klórar sér í kollinum yfir nýju göngubrúnni: „Hún virðist líka eiga að vera svona“

Andri Snær klórar sér í kollinum yfir nýju göngubrúnni: „Hún virðist líka eiga að vera svona“
Fréttir
Í gær

Menn á sjötugsaldri ákærðir fyrir stórfellt fíkniefnasmygl – Fluttu kókaín í pottum með Norrænu

Menn á sjötugsaldri ákærðir fyrir stórfellt fíkniefnasmygl – Fluttu kókaín í pottum með Norrænu