Lögreglan á Suðurnesjum handtók um helgina tvo karlmenn vegna gruns um fjársvik. Forsaga málsins er sú að mennirnir gerðu sér dagamun á veitingastað á Suðurnesjum þar sem þeir gerðu vel við sig í mat og drykk. Reikningurinn hljóðaði upp á 22 þúsund krónur.
Í stað þess að greiða fyrir matinn og þjónustuna stungu mennirnir af. Forsvarsmenn veitingastaðarins höfðu samband við lögreglu í kjölfarið sem hafði upp á mönnunum og handtók þá. Mennirnir eiga kæru um fjársvik yfir höfði sér auk bótakröfu frá veitingastaðnum.