Skömmu áður en nakti maðurinn í Kópavogi lét til sín taka var beðið um aðstoð lögreglunnar að húsum í miðborginni en þar var maður að berja þau að utan. Hann datt síðan ofan í gryfju og komst ekki upp úr henni. Hann var í mjög annarlegu ástandi og var handtekinn þegar honum hafði verið bjargað upp úr gryfjunni. Hann var vistaður í fangageymslu.
Síðdegis í gær var maður handtekinn í hverfi 105 en hann var í annarlegu ástandi og er grunaður um vörslu fíkniefna. Hann var vistaður í fangageymslu.
Síðdegis í gær var tilkynnt um innbrot í bifreið, sem var lagt í stæði í Heiðmörk, en úr henni var stolið vetrardekkjum, fartölvu og fleiru.
Einn ökumaður var handtekinn í Árbæjarhverfi í gærkvöldi en sá er grunaður um ölvun við akstur og að hafa ekið án þess að hafa til þess tilskilin réttindi.