Jarðskjálfti af stærðinni 3.0 varð skömmu fyrir ellefu í morgun, 4 kílómetrar norður af Krísuvík. Nokkrir smærri eftirskjálftar fylgdu í kjölfarið.
Veðurstofu hefur borist tilkynningar frá Hafnarfirði og Seltjarnarnesi um að skjálftinn hafi fundist þar.