fbpx
Fimmtudagur 21.ágúst 2025
Fréttir

Ennþá berast kvartanir vegna írskra farandverkamanna

Auður Ösp
Föstudaginn 26. október 2018 16:42

Reykjavik cityscape in Iceland

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu eru enn að berast kvartanir vegna írskra farandverkamanna, sem eru að bjóða íbúum í umdæminu þrifþjónustu, meðal annars háþrýstiþvott á hús og bílaplön.

Þeir sem kvarta segja farir sínar ekki sléttar og saka mennina um óheiðarleika, en meðal annars hefur risið upp ágreiningur um verð fyrir þjónustuna og er farandverkamönnunum borið á brýn að hafa hækkað verðið eftir að verki var lokið og að hafa gengið hart fram þegar rukkað var fyrir verkið.

Þess má geta eldri borgarar eru í meirihluta þeirra sem hafa leitað til lögreglu, en þeir segja að veruleg óþægindi hafi fylgt samskiptum við mennina. Svo sem algengt er um sambærileg verk þá er sjaldnast um það að ræða að skriflegir samningar hafi verið gerðir um verkkaup áður en verk var innt af hendi, þótt slíkt kunni að vera æskilegt til að draga úr líkum á ágreiningi síðar.

Í öllu falli á verkkaupi rétt á að fá kvittun í hendur þegar greiðsla hefur farið fram, en þeir sem kvartað hafa til lögreglu lýsa því að erfiðlega hafi gengið að fá greiðslukvittun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Lögreglan á Suðurnesjum ætlar ekki að hefja nýja rannsókn á Geirfinnsmálinu – Bókarhöfundar nafngreindu meintan banamann Geirfinns

Lögreglan á Suðurnesjum ætlar ekki að hefja nýja rannsókn á Geirfinnsmálinu – Bókarhöfundar nafngreindu meintan banamann Geirfinns
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Heildarkostnaður við kaup og breytingu Hótel Sögu 12,7 milljarðar

Heildarkostnaður við kaup og breytingu Hótel Sögu 12,7 milljarðar
Fréttir
Í gær

Faðir flúði til óbyggða með börnin og hefur verið á flótta í fjögur ár – Fjölskyldan grátbiður hann um að gefa sig fram

Faðir flúði til óbyggða með börnin og hefur verið á flótta í fjögur ár – Fjölskyldan grátbiður hann um að gefa sig fram
Fréttir
Í gær

Telur Trump hafa skaðað trúverðugleika sinn og hefur áhyggjur af sambandi hans við Pútín

Telur Trump hafa skaðað trúverðugleika sinn og hefur áhyggjur af sambandi hans við Pútín
Fréttir
Í gær

Guðrún segir að slagkrafturinn í sleggju Kristrúnar sé enginn

Guðrún segir að slagkrafturinn í sleggju Kristrúnar sé enginn
Fréttir
Í gær

Stýrivextir haldast óbreyttir – Allir nefndarmenn studdu ákvörðunina

Stýrivextir haldast óbreyttir – Allir nefndarmenn studdu ákvörðunina