fbpx
Fimmtudagur 21.ágúst 2025
Fréttir

Harmleikurinn á Akureyri: Maðurinn laus úr haldi

Ritstjórn DV
Föstudaginn 26. október 2018 12:38

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maðurinn sem hefur verið í haldi lögreglu eftir dauða ungrar konu á Akureyri um liðna helgi er laus úr haldi. Hann var úrskurðaður í gæsluvarðhald sem rann út á hádegi í dag.

Þetta kemur fram á vef Fréttablaðsins.

Maðurinn var í íbúð konunnar þegar hún lést og er hann grunaður um að hafa komið henni ekki til hjálpar.

Í tilkynningu sem lögreglan sendi frá sér í gær kom fram að maðurinn hefði verið samstarfsfús og gert ráðstafanir til að liðka fyrir rannsókn málsins.

Samkvæmt gæsluvarðhaldsúrskurðinum frá því á mánudaginn var ekki hægt að yfirheyra hann á sunnudag vegna áhrifa af lyfjum. Var talið að maðurinn hafi látið sig hverfa þegar faðir konunnar kom á heimilið á sunnudagsmorgninum. Maðurinn hefur komið við sögu lögreglu áður, en þá fyrir smáglæpi.

Við handtöku mannsins fundust munir sem hann hafði í vörslum sínum en tilheyrðu hinni látnu. Á þriðjudag fór fram húsleit á dvalarstað mannsins með hans samþykki. Þar var lagt hald á síma og tölvubúnað sem tekinn verður til rannsóknar. Segir lögregla að maðurinn og konan hafi þekkst og verið í samskiptum á laugadagskvöldið.

Bráðabirgðaniðurstaða krufningar liggur fyrir en niðurstöður eiturefnarannsóknar er beðið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Lögreglan á Suðurnesjum ætlar ekki að hefja nýja rannsókn á Geirfinnsmálinu – Bókarhöfundar nafngreindu meintan banamann Geirfinns

Lögreglan á Suðurnesjum ætlar ekki að hefja nýja rannsókn á Geirfinnsmálinu – Bókarhöfundar nafngreindu meintan banamann Geirfinns
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Heildarkostnaður við kaup og breytingu Hótel Sögu 12,7 milljarðar

Heildarkostnaður við kaup og breytingu Hótel Sögu 12,7 milljarðar
Fréttir
Í gær

Faðir flúði til óbyggða með börnin og hefur verið á flótta í fjögur ár – Fjölskyldan grátbiður hann um að gefa sig fram

Faðir flúði til óbyggða með börnin og hefur verið á flótta í fjögur ár – Fjölskyldan grátbiður hann um að gefa sig fram
Fréttir
Í gær

Telur Trump hafa skaðað trúverðugleika sinn og hefur áhyggjur af sambandi hans við Pútín

Telur Trump hafa skaðað trúverðugleika sinn og hefur áhyggjur af sambandi hans við Pútín
Fréttir
Í gær

Guðrún segir að slagkrafturinn í sleggju Kristrúnar sé enginn

Guðrún segir að slagkrafturinn í sleggju Kristrúnar sé enginn
Fréttir
Í gær

Stýrivextir haldast óbreyttir – Allir nefndarmenn studdu ákvörðunina

Stýrivextir haldast óbreyttir – Allir nefndarmenn studdu ákvörðunina