fbpx
Fimmtudagur 02.maí 2024

Dularfullir útdauðir úlfar

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 11. janúar 2018 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Falklandseyjaúlfurinn var eina landspendýrið sem lifði á Falklandseyjaklasanum þegar menn komu þangað fyrst. Síðasti úlfurinn af tegundinni dó árið 1876, og er eina dýrategundin af hundaætt sem dáið hefur út á sögulegum tímum.

Breski skipstjórinn John Strong sá dýrið fyrstur manna svo vitað sé árið 1692. Skipstjórinn tók einn úlf upp í skipið, en hann skelfdist á leiðinni til Evrópu þegar skotið var af fallbyssu skipsins og stökk útbyrðis.

Líffræðingar hafa lengi velt fyrir sér hvernig dýrategundinni tókst að nema land á eyjaklasanum en hann er mjög afskekktur, liggur í um 500 kílómetra fjarlægð frá meginlandi Suður-Ameríku. Vitað er að úlfategundin þróaðist í langan tíma einangruð á eyjunni, því henni svipar ekki sérstaklega til úlfategunda Suður-Ameríku.

Telja sumir að indíánar hafi numið land á eyjunum fyrir þúsundum ára og skilið nokkra úlfa eftir, sem þeir höfðu sem gæludýr. Önnur kenning hermir að ísbrú hafi legið á milli Falklandseyja og meginlandsins á síðustu ísöld. Glænýjar erfðafræðirannsóknir benda hins vegar til að Falklandseyjaúlfurinn sé skyldur faxúlfinum, sem er suðuramerísk úlfategund.

Eigi tegundirnar sameiginlegan forföður sem uppi var fyrir 6 milljónum ára. Það þykir furðu sæta því talið er að úlfar hafi ekki komið til Suður-Ameríku fyrr en fyrir þremur milljónum ára. Falklandseyjaúlfurinn útdauði er því mikil ráðgáta.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 8 klukkutímum

Ertu að taka inn lyf að staðaldri? – Þá gætir þú þurft að passa þig í sumar

Ertu að taka inn lyf að staðaldri? – Þá gætir þú þurft að passa þig í sumar
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Einn forsetaframbjóðandi gæti bæst við

Einn forsetaframbjóðandi gæti bæst við
Eyjan
Fyrir 11 klukkutímum

Kristrún greinir frá breytingum í reglum um framboðslista flokksins – Möguleiki á prófkjöri um efsta sæti og uppstillingu á þau næstu

Kristrún greinir frá breytingum í reglum um framboðslista flokksins – Möguleiki á prófkjöri um efsta sæti og uppstillingu á þau næstu
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Þrjú lið í London hafa boðið Silva samning

Þrjú lið í London hafa boðið Silva samning
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Stórstjarnan skorar utan vallar þrátt fyrir erfiðleikana í vinnunni – Talin vera ein fallegasta kona landsins

Stórstjarnan skorar utan vallar þrátt fyrir erfiðleikana í vinnunni – Talin vera ein fallegasta kona landsins
FréttirPressan
Fyrir 13 klukkutímum

Þetta eru þær tegundir starfa sem gervigreindin mun fyrst gera óþörf

Þetta eru þær tegundir starfa sem gervigreindin mun fyrst gera óþörf
Pressan
Fyrir 15 klukkutímum

Þess vegna skaltu aldrei haga þér illa í flugvél

Þess vegna skaltu aldrei haga þér illa í flugvél
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Beckham að rifna úr stolti – Sjáðu færsluna sem hann birti

Beckham að rifna úr stolti – Sjáðu færsluna sem hann birti